is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5415

Titill: 
  • Viðbótarmeðferðir og iktsýki. Hugurinn ber mig hálfa leið. Fræðileg samantekt
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á Íslandi eru um 3000 manns greind með iktsýki. Þetta er ólæknandi sjúkdómur og geta fylgikvillar hans valdið mikilli vanlíðan og skert lífsgæði fólks þrátt fyrir hefðbundna læknismeðferð. Margir þessara sjúklinga nota viðbótarmeðferðir til að draga úr einkennum.
    Tilgangur þessarar fræðilegu úttektar er að skoða notkun og árangur af viðbótameðferð fyrir iktsýkissjúklinga. Einnig að skoða hvernig hjúkrunarfræðingar geta nýtt sér niðurstöðurnar í starfi og við meðferð iktsýkisjúklinga. Heimildaleit fór fram í gegnum gagnasöfn, tímarit og bækur.
    Helstu niðurstöður sýndu að viðbótarmeðferðir eru mikið notaðar meðal iktsýkissjúklinga og eru þeir jafnframt almennt ánægðir með virkni þeirra og telja að þær hafi jákvæð áhrif á bæði líkamlega og andlega líðan. Aftur á móti er skortur á gagnreyndum rannsóknum á áhrifum einstakra meðferða. Það eru vísbendingar um að hugræn atferlismeðferð geti haft jákvæð áhrif á andlega líðan fólks sem svo aftur getur haft áhrif á getu þeirra til sjálfshjálpar og gæti þessi meðferð því verið áhugaverður kostur fyrir iktsýkissjúklinga.
    Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar kynni sér og hafi þekkingu á viðbótarmeðferðum og geti veitt bæði fræðslu og leiðsögn um notkun þeirra til iktsýkissjúklinga.
    Lykilorð: Óhefðbundnar- og viðbótarmeðferðir, iktsýki, hugræn atferlismeðferð, verkir, þreyta.

Samþykkt: 
  • 26.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5415


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð.PDF272.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna