is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5418

Titill: 
  • Þarfir foreldra barna sem þarfnast langtíma öndunarstuðnings: Fræðileg greining
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Vegna tækniþróunar og síaukinnar þekkingar á sviði læknisfræði, lifa alvarlega veikir nú frekar af sjúkdóma sína og veikindi en áður. Meðal alvarlegustu og flóknustu tilfellanna eru þau börn sem búa heima og þurfa öndunaraðstoð. Þar kemur það í hlut foreldranna að hugsa um börnin og þurfa þeir að tileinka sér alla þá þekkingu og kunnáttu sem snýr að flókinni og krefjandi umönnun þeirra. Tilgangurinn með þessari samantekt var að skoða þarfir foreldra barna sem þarfnast öndunarstuðnings og skoða hvernig hjúkrunarfræðingar geti mætt þörfum þeirra. Verkefnið er byggt upp á þarfapýramída Maslow og kenningar hans notaðar til að útskýra þarfir foreldranna. Heimilda var leitað í rafrænum gagnasöfnum Chinal (EBSCHOhost), Scopus, PubMed og Google Scholar. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að foreldrarnir hafa helst þörf fyrir andlegan stuðning og þörf fyrir fræðslu tengdri umönnun og meðferð barnsins. Einnig þarfir tengdar tækjabúnaði barnsins, fjárhagslegar þarfir, þarfir fyrir úrræði og hvíld, þörf fyrir viðurkenningu á sérfræðikunnáttu sinni í málum barnsins og þarfir tengdar fjölskyldunni og daglegu lífi hennar. Mikilvægt er fyrir hjúkrunarfræðinga að virða óskir foreldranna varðandi umönnun barnsins, koma á góðu samstarfi við fjölskyldu þess og aðra meðferðaraðila og temja sér sveigjanleika í samskiptum. Með því að gera sér grein fyrir þörfum foreldranna, geta hjúkrunarfræðingar stuðlað að árangursríkara samstarfi og bættri þjónustu, sem skilar sér í bættri líðan barnanna sem og fjölskyldna þeirra.
    Lykilorð: Öndunarvéla- og tækniháð börn, þarfir foreldra, hjúkrun, þarfapýramídi Maslow

Samþykkt: 
  • 27.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5418


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni - Anna Margrét.pdf351.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna