en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5420

Title: 
  • is Lífsgæði barna og unglinga með fæðuofnæmi: Heimildarannsókn og drög að fræðslubæklingi
Abstract: 
  • is

    Lífsgæðamælingar hafa aukist verulega í gegnum árin og að auki hafa margar skilgreiningar á hugtakinu lífsgæði komið fram. Fjölmargar rannsóknir hafa skoðað áhrif ýmissa þátta á lífsgæði, hvort sem það eru lífsgæði barna, unglinga eða fullorðinna. Tilgangur þessa verkefnis var að kanna hvaða þættir hafa áhrif á lífsgæði barna og unglinga en sérstaklega var litið á fæðuofnæmi. Þær rannsóknarspurningar sem lagðar voru upp í verkefninu voru: Hvaða þættir eru taldir hafa áhrif á lífsgæði barna og unglinga? Hver eru tengsl fæðuofnæmis við lífsgæði þessa hóps? Hver eru tengsl fæðuofnæmis við lífsgæði foreldra barna og unglinga með greint fæðuofnæmi? Skoðaðar voru heimildir frá viðurkenndum leitarvélum með tilliti til lífsgæða barna og unglinga á aldrinum 6-18 ára, foreldra þeirra, fæðuofnæmis og fleiri þátta. Rannsóknir sýna að fæðuofnæmi hefur marktæk áhrif á lífsgæði barna og unglinga, bæði félagsleg, líkamleg og andleg. Að auki sýna foreldrar þessara barna og unglinga aukinn kvíða og áhyggjur. Rannsóknir sýna einnig að lífsgæði barna minnka með hækkandi aldri og er sú niðurstaða meira áberandi á meðal stúlkna en drengja. Verkefnið er framlag til þekkingarþróunar í hjúkrunarfræði og hefur því ákveðið gildi fyrir hjúkrun þar sem mikilvægt er að koma auga á þá þætti er valda skertum lífsgæðum á meðal barna og unglinga, einkum til fyrirbyggingar. Að auki skilar verkefnið af sér drögum að efni í fræðslubækling fyrir foreldra barna og unglinga með greint fæðuofnæmi.
    Lykilorð: Fæðuofnæmi, lífsgæði, heilsutengd lífsgæði, börn, unglingar

Accepted: 
  • May 27, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5420


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaverkefni 2.pdf491.5 kBOpenHeildartextiPDFView/Open