en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5424

Title: 
 • Title is in Icelandic Heilbrigt vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Störf hjúkrunarfræðinga eru mikilvægur þáttur í því að hægt sé að veita örugga gæða
  heilbrigðisþjónustu. Heilbrigt vinnuumhverfi þeirra skilar sér í bættri starfsemi heilbrigðiskerfisins, betri útkomu sjúklinga og þjónar þannig hagsmunum samfélagsins í heild.
  Tilgangur þessarar samantektar er að greina þá þætti sem einkenna heilbrigt vinnu-umhverfi hjúkrunarfræðinga og gera grein fyrir því hvernig þessir þættir stuðla að bættri vinnu þeirra og þar með auknu öryggi sjúklinga. Nauðsynlegt er að vekja athygli hjúkrunarfræðinga, stjórnenda og yfirvalda í heilbrigðiskerfinu á mikilvægi heilbrigðs vinnuumhverfis. Með fræðilegri samantekt var leitað svara við eftirfarandi spurningum: Hvaða þættir einkenna heilbrigt vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga? Hvernig tengist heilbrigði vinnuumhverfis störfum og líðan hjúkrunarfræðinga? Hvernig tengist heilbrigt vinnuumhverfi hjúkrunarfræðinga gæðaþjónustu og öryggi sjúklinga?
  Niðurstöður leiddu í ljós að heilbrigði vinnuumhverfis hjúkrunarfræðinga má að miklu leiti skýra út frá samskiptafærni, samvinnu, mönnun og stjórnunarháttum. Þessir þættir hafa áhrif á starfsánægju, starfsmannaveltu, kulnun í starfi, gæði þjónustu og öryggi sjúklinga.
  Af niðurstöðum má álykta að með aðgerðum sem stuðla að heilbrigðu vinnuumhverfi
  hjúkrunarfræðinga megi bæta viðhorf þeirra til starfs síns og þannig auka aðsókn í stéttina. Fjölgun hjúkrunarfræðinga skilar sér í bættri mönnun, minni kostnaði, auknu öryggi sjúklinga og í kjölfarið auknum gæðum heilbrigðisþjónustunnar.

Accepted: 
 • May 27, 2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5424


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
heilbrigt_vinnuumhverfi_hjukrunarfraedinga.pdf271.13 kBLockedHeildartextiPDF