Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5426
Eru sjúklingar kvíðnir við komu á bráðamóttökur? Ritgerðin er fræðilegt yfirlit á stöðu þekkingar á kvíða sjúklinga á bráðamóttökum. Bráðamóttökur hafa vissa sérstöðu miðað við aðrar bráðadeildir þar sem þær eru opnar allan sólarhringinn með aðgengi sjúklinga að sérhæfðri þjónustu. Leitað er að svara við þremur rannsóknarspurningum: 1) Hvert er algengi þess að sjúklingar finni fyrir kvíða við komu á bráðamóttökur? 2) Hvernig er hægt að minnka kvíða sjúklinga við komu á bráðamóttökur? 3) Hver er ávinningur þess að minnka kvíða sjúklinga á bráðamóttökum? Fáar rannsóknir hafa verið framkvæmdar með það að markmiði að rannsaka kvíða sjúklinga á bráðamóttökum.
Niðurstöður leiða í ljós að kvíði sjúklinga á bráðamóttökum er algengur og að töluvert vanti uppá að heilbrigðisstarfólk meti markvisst kvíða sjúklinga og beiti aðferðum til þess að minnka kvíða sjúklinga. Rannsóknir sýna að upplýsingagjöf til sjúklinga á bráðamóttökum varðandi biðtíma, meðferðir og niðurstöður rannsókna sé ábótavant og kvíða megi oft rekja til ófullnægjandi upplýsingagjafar. Þá hefur komið fram að bætt upplýsingagjöf geti minnkað kvíða og aukið ánægju sjúklinga með þjónustu. Mikilvægt er að fræða heilbrigðisstarfsfólk um algengi kvíða hjá sjúklingum sem leita á bráðamóttökur og áhrif mikilvægi upplýsinagjafar á kvíða.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Kvíði sjúklinga á bráðamóttökum-lokaskil-Ragna Björg .pdf | 530.37 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |