is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5429

Titill: 
  • ,,Hver mun gefa mér vængi hins sanna frelsis?": um samhengið í Játningum Ágústínusar í ljósi hugmynda Pierre Hadot um heimspeki sem lífsmáta
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni fylgi ég eftir áhrifamiklum þræði í kristinni trúarheimspeki og tengist því sem Tómas frá Kempis kallaði að breyta eftir Kristi. Þennan þráð má rekja allt frá Ágústínusi kirkjuföður til Sörens Kierkegaards, í gegnum Pascal og Lúther, og fjallar um hjálpræði mannsins í ljósi þeirrar leiðar sem Kristur opnaði manninum með holdtekjunni, krossfestingunni og upprisu sinni og þeirra trúarlegu sanninda sem maðurinn ber með sér sem sköpunarverk Guðs og sem Ritningin segir frá. Meginverkefnið í ritgerðinni snýr þar af leiðandi að hugmyndum Ágústínusar um kristilegt líferni. Skipta má rannsókninni í tvo hluta: (i) Upphafspunktur rannsóknarinnar er sígilt verk Ágústínusar, Játningar, en þar má finna nær allar heimspekilegar hugmyndir kirkjuföðursins. Í fyrri hluta ritgerðarinnar reyni ég að staðsetja verkið í hefðinni með því að skoða hvaða hugmyndastefnur fornaldar Ágústínus tekst á við, hvort sem þær teljast til heimspeki eða guðfræði, hvernig bókmenntaformið og hugmyndirnar sem þar koma fram tengjast, ásamt því að setja verkið í almennt samhengi við það hvernig menn iðkuðu heimspeki og guðfræði á tíma Ágústínusar út frá kenningum Pierre Hadot um heimspeki sem lífsmáta. (ii) Í seinni hlutanum geri ég grein fyrir hugmyndum Ágústínusar um sinnaskipti, trú og skynsemi og tengi þær við hugsun Kierkegaards um lífsverkefni mannins í ljósi hinnar kristnu hefðar. Hugmyndir Kierkegaards um það hvernig tíminn og eilífðin tengjast ólíkum tilvistarstigum, um hvernig líta megi á einstaklinginn út frá hinu almenna og hinu einstaka, og um stöðu mannins gagnvart Kristi, eru allt veigamikil atriði í hinni trúarlegu heimsmynd Kierkegaards – en þetta eru einnig allt hugmyndir sem velta má fyrir sér og bera saman við þann persónulega og trúarlega veruleika sem Ágústínus greinir frá í verki sínu og tengist lífernislistinni sterkum böndum. Ritgerðin er tilraun til að setja Játningarnar í samhengi við hugmyndir manna um iðkun heimspeki og guðfræði í fornöld og hvernig hugmyndir og skrif Ágústínusar um trúna á sér samhljóm í hugmyndum um heimspeki sem lífsmáta. Tilraunin sýnir einnig hvernig afstaða Ágústínusar til listarinnar að lifa er ólík klassískum grísk-rómverskum leiðum til lífshamingju, enda kristindómurinn æðsta viskan að mati Ágústínusar og aðeins þar bíður hamingja manna eða „vængir hins sanna frelsis” eins og Tómas frá Kempis orðar það. Að lokum velti ég því fyrir mér hvort tilraunin geti varpað nánara ljósi á verk Ágústínusar sem hefur svo lengi verið mönnum ráðgáta hvað varðar byggingu og framsetningu hugmynda hans.

Samþykkt: 
  • 27.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5429


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
forsida_fixed.pdf57.37 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Steinar_Orn_Atlason_titilsida_fixed.pdf33.21 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna
Steinar_Orn_Atlason_fixed.pdf734.8 kBLokaðurHeildartextiPDF