Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/543
Sunnulækjarskóli á Selfossi var stofnaður haustið 2004 og þá var fyrsti áfangi skólahúsnæðisins tekinn í notkun. Áætlað er að íþróttahús og sundlaug rísi við skólann árið 2010. Þangað til er öllum nemendum ekið annað til kennslu í íþróttum og sundi, tvisvar í viku. Kostnaður við aksturinn er tæpar níu milljónir á skólaári miðað við 450 nemendur. Auk kostnaðar við akstur er leiga fyrir aðstöðu í áður nefndum húsum, um 7,4 milljónir á ári.
Áætlaður kostnaður við byggingu íþróttahúss og sundlaugar við skólann er 330 milljónir. Hugmyndir hafa komið upp að byggja í svokallaðri einka-framkvæmd í stað þess að sveitarfélagið byggi úr eigin reikning og stofni til útboðs. Einkaframkvæmd er nýtt úboðsform þar sem samningur er gerður við einkaaðila um að hann byggi húsið og eigi og sveitarfélagið leigi það af honum um ákveðinn tíma.
Til að reikna hagkvæmni framkvæmdar er notast við sjóðsstreymi. Sjóðsstreymi er yfirlit yfir hreyfingar í og úr sjóði á ákveðnu tímabili, t.d. fyrir hvert ár þar, sem hugað er að mörgum breytum. Eftir að hafa fundið sjóðsstreymi er hægt að reikna hreint núvirði (NPV) framkvæmdar. Ef hreint núvirði er jákvætt er verkefni hagkvæmt miðað við gefnar forsendur.
Sveitarfélagið Árborg þarf að ákveða hvernig rekstri íþróttahúss og sundlaugar við Sunnulækjarskóla verður háttað, hvort rekstur verði í höndum skólans sjálfs, íþróttadeildar sveitarfélagsins eða einkaframkvæmdaraðilans. Rekstrarkostnaður er næmasta breyta hreins núvirðis en stofnkostnaður fylgir þar fast á eftir ef um er að ræða að skólinn eigi og reki bygginguna. Breytingar á þessum tveimur þáttum skipta mjög miklu máli þegar hreint núvirði er fundið út.
Hagkvæmasta form byggingar íþróttahúss og sundlaugar við Sunnulækjarskóla er að skólinn eigi og reki bygginguna sjálfur á skólatíma.
Lykilorð:
* Einkaframkvæmd
* Sjóðsstreymi
* Hreint núvirði
* Hagkvæmni
* Næmni
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
ithrottahus.pdf | 699.66 kB | Takmarkaður | Íþróttahús og sundlaug við Sunnulækjarskóla - heild | ||
ithrottahus_e.pdf | 105.89 kB | Opinn | Íþróttahús og sundlaug við Sunnulækjarskóla - efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
ithrottahus_h.pdf | 167.69 kB | Opinn | Íþróttahús og sundlaug við Sunnulækjarskóla - heimildaskrá | Skoða/Opna | |
ithrottahus_u.pdf | 108.94 kB | Opinn | Íþróttahús og sundlaug við Sunnulækjarskóla - útdráttur | Skoða/Opna |