is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5434

Titill: 
 • William James og upphaf íslenskrar sálfræði
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Rétt fyrir aldamótin 1900 var brotið blað í sögu íslenskrar sálfræði þegar ungur maður sigldi af stað til Kaupmannahafnar. Fyrir honum lá að lesa til meistaraprófs í heimspeki með sálfræði sem aðalgrein. Þessi námsmaður hét Guðmundur Finnbogason og telja má að hann hafi verið fyrsti íslenski sálfræðingurinn. Ekki var hægt að sækja háskólamenntun á Íslandi því enginn var háskólinn fyrr en 1911 (Jörgen L. Pind, 2006). Því var algengt að íslenskir stúdentar legðu land undir fót og sæktu nám við Kaupmannahafnarháskóla.
  Á sama tíma í Bandaríkjunum var William James, mikill frumkvöðull á sviði heimspeki og sálfræði, á hátindi ferilsins. Kenningar James áttu óneitanlega eftir að hafa áhrif á Guðmund og upphaf íslensku sálfræðinnar.
  Ritgerðinni er skipt í tvo hluta. Í fyrri hluta er fjallað um William James, farið er yfir lífshlaup hans og gerð grein fyrir helstu framlögum hans til sálfræðinnar. Áhrifa hans gætir reyndar víðar en einungis í sálfræðinni en James skrifaði meðal annars bækur um sálfræði, heimspeki, menntun, trúmál og dulspeki. Í seinni hluta er farið yfir íslensku sálfræðina og áhrifa James þar á. Farið verður yfir lífshlaup fyrstu sálfræðinga Íslands, Guðmundar Finnbogasonar, Ágústs H. Bjarnasonar og Sigurðar Nordal.
  Farið verður yfir helstu verk þeirra með kenningar James að leiðarljósi og sýnt fram á hvar James skín í gegn í verkum þeirra. Að endingu er farið yfir þær tímaritagreinar frá árunum 1890 – 1925 (af timarit.is) þar sem fjallað er um William James, kenningar hans og þýðingar á þeim. Tilgangurinn er að varpa ljósi á hvernig þær lögðust í landann á þeim tíma sem þær voru skrifaðar.

Samþykkt: 
 • 28.5.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5434


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sniomat_sálfræðideiildr2.pdf300.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna