is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5440

Titill: 
  • Sorg og missir á meðgöngu, reynsla foreldra og hlutverk heilbrigðisstarfsfólks
Titill: 
  • Grief and perinatal loss Parent's experience and health care professional's role
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sorg og sorgarviðbrögð við missi á meðgöngu eru einstaklingsbundin upplifun. Áhrifin eru margvísleg og geta mótað syrgjendur til framtíðar. Tilgangur þessa fræðilega yfirlits er að skoða upplifun foreldra af missi á meðgöngu, hvort missir hafi áhrif á framtíðarbarneignir og hvernig heilbrigðisstarfsfólk geti stutt sem best við aðstandendur. Skoðuð voru áhrif af myndatökum og möguleg úrræði eins og hugræn atferlismeðferð í úrvinnslu sorgar.
    Helstu niðurstöður samantektarinnar sýna að foreldrar sem missa barn á meðgöngu eru í mikilli þörf fyrir stuðning í formi nærveru, virkrar hlustunar og eftirfylgni. Sýna rannsóknir fram á að munur er á upplifun mæðra og feðra á missi þó svo að þarfirnar séu jafn mikilvægar. Einnig kemur fram að feður upplifa minni stuðning heldur en mæður eftir missinn. Hlutverk heilbrigðis-starfsfólks er mikilvægt hvað varðar stuðning við aðstandendur og viðurkenningu á missi og sorg þeirra.
    Mikilvægt er að heilbrigðisstarfsfólk kynni sér einkenni sorgarinnar, upplifun þeirra sem lenda í henni og tileinki sér frekari úrræði og meðferðir og beiti þeim. Vonast höfundar til þess að þessi úttekt varpi ljósi á það ferli sem foreldrar ganga í gegnum þegar missir á meðgöngu verður.

Samþykkt: 
  • 28.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5440


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni til útprentunar. 26.pdf499.32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna