is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5442

Titill: 
  • Þjáningin í Darfur, í ljósi kenninga um frið og þátttöku alþjóðasamfélagsins til að binda endi á þjóðarmorð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi skiptist í sex meginkafla.
    Í fyrsta lagi fjallar hún um blóði drifna sögu Súdan með sérstakri áherslu á átökin í Darfur-héraði og þátttöku hjálparsamtaka þar. Fjölmörg hjálparsamtök og alþjóðastofnanir koma að hjálparstarfinu þar og friðarumleitunum. Í öðru lagi er velt upp spurningunni hvort þjóðarmorð eigi sér stað í Darfur, en ágreiningur var á milli Sameinuðu þjóðanna og Bandaríkjanna um hvort svo væri. Fjölmargir trúarhópar hafa lýst áhyggjum sínum um aðfarir hermanna og skæruliða í héraðinu, ekki síst múslimar. Í þriðja lagi er almennt fjallað um kenningar um stríð og frið og friðarstefnur. Greint er frá guðfræðilegri og siðfræðilegri gagnrýni á þessar kenningar. Í fjórða lagi fjallar ritgerðin um nauðgun í stríði sem kerfisbundið er beitt til að brjóta niður samfélög og einstaklinga, en kynferðisofbeldi hefur verið sérstaklega áberandi og gróft í þessum átökum. Fjallað er um samfélagslegar afleiðingar og þjáningu fórnarlamba nauðgunar. Í fimmta lagi er fjallað um alþjóðasamtök sem láta sig varða hvort friður ríki í heiminum og almenna líðan fólks. Þessi samtök eru fjölmörg og bera Sameinuðu þjóðirnar höfuð og herðar yfir önnur. Í ljósi stofnskrár Sameinuðu þjóðanna og starfsemi þeirra er fjallað um kenninguna um réttlátt stríð og uppbyggingu friðar. Í sjötta og síðasta lagi er fjallað um friðarviðræður og friðarsamninga sem gerðir hafa verið um Darfur, en aldrei staðið lengi. Ritgerðinni lýkur svo með stuttri lýsingu höfundar á aðbúnaði einnar fjölskyldu sem hann bjó í nágrenni við þegar hann starfaði fyrir Rauða krossinn í Súdan.

Samþykkt: 
  • 28.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5442


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ÞJÁNINGIN Í DARFUR.pdf536.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna