is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5447

Titill: 
  • Könnun á sjálfsmynd unglinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Sjálfsvirðing er mat einstaklings á eigin virði. Unglingar upplifa aukna vitund um eigið sjálf. Lág sjálfsvirðing getur verið áhættuþáttur varðandi geðræn- og félagsleg vandamál. Haustið 2009 byrjuðu hjúkrunarfræðinemar að veita unglingum í framhaldsskólum fræðslu um sjálfsmynd og var fræðslan á vegum Skjaldar sem er forvarnarfélag hjúkrunarfræðinema.
    Gerð var könnun meðal nemenda í fyrsta bekk í Kvennaskólanum í Reykjavík, sem fengu fræðslu hjúkrunarfræðinema um sjálfsmynd, í þeim tilgangi að kanna sjálfsmynd þeirra og meta gagnsemi fræðslu um sjálfsmynd. Sjálfsmatskvarði Rosenberg var lagður fyrir nemendur. Alls svöruðu 136 könnuninni og var svarhlutfallið um 88%. Niðurstöður sýndu að meðaltal sjálfsvirðingar var innan eðlilegra marka, um 21 stig, en alls voru um 11% sem höfðu lægra meðaltal en 15 stig sem bendir til lágrar sjálfsvirðingar. Af þeim sem sóttu forvarnarfræðslu Skjaldar um sjálfsmynd voru um 69% sem fannst hún mjög eða frekar gagnleg. Það voru um 64% sem töldu vera mjög eða frekar mikla þörf fyrir fræðslu um sjálfsmynd fyrir þeirra aldurshóp. Niðurstöður styðja nauðsyn þess að vinna að forvarnarstarfi meðal unglinga með áherslu á sjálfsmyndina. Forvarnir sem hafa það að markmiði að efla sjálfsmynd eru mikilvægar til að stuðla að andlegu heilbrigði og jákvæðum þroska unglingsins.

Samþykkt: 
  • 28.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5447


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Könnun á sjálfsmynd unglinga, AG og MMM.pdf3.77 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna