is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5449

Titill: 
 • Fæðutengd lífsgæði íslenskra barna sex mánaða til þriggja ára. Megindleg, lýsandi rannsókn
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Fullnægjandi næring er lykilatriði í vexti og þroska barna. Á síðustu árum hefur umræðan um fæðuóþol og fæðuofnæmi orðið háværari. Að lifa með vandamálum tengdum fæðuinntekt hefur í auknum mæli verið viðurkennt sem meiri áskorun en áður var talið. Eina þekkta leiðin til að forðast áhrif fæðu á börn með fæðuóþol eða fæðuofnæmi er að forðast þær fæðutegundir sem valda óþoli eða ofnæmi, en það getur haft áhrift á heilsu þeirra, daglegt líf þessara barna og fjölskyldna þeirra. Aukin hætta er á næringarskorti þegar fæðutegundir eru teknar út og eykst sú hætta í samræmi við fjölda fæðutegunda sem takmarka þarf úr fæðu barnsins.
  Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna lífsgæði barna í tengslum við fæðu fyrir almennt þýði sex mánaða til þriggja ára íslenskra barna. Niðurstöður eru bornar saman við niðurstöður DunnGalvin, BlockFlokstra, Burks, Dubois og Hourihane (2008) um lífsgæði íslenskra barna með fæðuofnæmi þar sem spurningalistinn food allergy quality of life questioner – parental form (FAQLQ-PF) var notaður. Rannsóknarspurningar til hliðsjónar voru: Hefur fæða áhrif á heilsutengd lífsgæði barna? Er munur á fæðutengdum lífsgæðum barna almennt og þeirra sem greinst hafa með fæðuofnæmi?
  Rannsóknin er megindleg, lýsandi, samanburðarrannsókn og var úrtakið 50 foreldrar barna á aldrinum sex mánaða til þriggja ára sem ekki hafa verið greind með fæðuofnæmi. Úrtakið var fengið með snjóboltaaðferð. Aðlagaður spurningalisti DunnGalvin o.fl. (2008) var lagður fyrir foreldra sex mánaða til þriggja ára barna sem ekki hafa greinst með fæðuofnæmi.
  Niðurstöður spurningalistans aðlagaður food allergy quality of life questionnaire– parental form (AÐL.FAQLQ-PF) sem lagður var fyrir foreldra almennra barna sýnir að einu þættirnir sem fá hærra meðaltalstig en niðurstöður Europrevall rannsóknarinnar hér á landi þar sem notast var við upprunalega spurningalista DunGalvin og félaga sem ætlaður er sérstaklega foreldrum barna með fæðuofnæmi (FAQLQ-PF) eru þættir sem varða tilfinningaleg áhrif fæðu á barnið s.s. pirringur og hræðsla við að prófa fæðu sem það þekkir ekki. Niðurstöður með FAQLQ-PF voru með hærri meðaltalstig í öllum öðrum liðum og gefur vísbendingar um að fæðuofnæmi hafi meiri áhrif á heilsutengd lífsgæði barnanna.
  Samkvæmt niðurstöðunum má álykta að fæða geti haft áhrif á lífsgæði barna almennt þ.e.a.s. hún veldur pirringi og hræðslu meðal barna almennt. Niðurstöðurnar sýna einnig að fæðuofnæmi hefur mælanleg áhrif á börn með greint fæðuofnæmi í öllum þeim þáttum sem mældir voru miðað við samanburðarhópinn. Áhrifin eru þó ekki mikil. Tilefni til frekari rannsóknar er hve hátt börn almennt skora á spurningum tengdum tilfinningalegum áhrifum fæðu á barnið.

Samþykkt: 
 • 28.5.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5449


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-Lífsgæði íslenskra barna sex mánaða til þriggja ára.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna