en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5450

Title: 
 • Title is in Icelandic Hvatar og hindranir fyrir upptöku rafrænnar skráningar í hjúkrun. Fræðileg samantekt
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Stór hluti klínískrar skráningar í heilbrigðiskerfinu fer fram á rafrænu formi og á Íslandi er unnið að því að auka rafræna skráningu í hjúkrun.Tilgangur þessarar fræðilegu samantektar er að gefa yfirlit yfir helstu hvata og hindranir sem eru fyrir upptöku og notkun rafrænnar skráningar í hjúkrun.
  Við heimildaleit var leitað að efni þar sem gerð var grein fyrir hvötum og hindrunum við upptöku og notkun rafrænnar skráningar í hjúkrun og áhrifum hennar á klínískt starf hjúkrunarfræðinga. Leitað var heimilda í rafrænum gagnasöfnum og rannsóknir og fræðilegar úttektir skoðaðar.
  Helstu hvatar fyrir upptöku rafrænnar skráningar í hjúkrun eru aukin gæði skráningar og umönnunar, aukið aðgengi að upplýsingum og nýir möguleikar í skráningu. Helstu hindranir eru skortur á stöðluðu fagmáli, kostnaður og lélegt aðgengi að tölvum. Tími er jöfnum höndum nefndur sem hvati og hindrun fyrir upptöku rafrænnar skráningar og var hann því skoðaður frá báðum sjónarhornum. Rannsóknir sýndu að hjúkrunarfræðingar voru almennt ánægðir með rafrænt skráningarkerfi og þóttu hvatarnir vera hindrununum yfirsterkari.
  Rafrænni skráningu er ætlað að auka öryggi og útkomu sjúklinga og gæði skráningar. Þess vegna er mikilvægt að rafrænt skráningarkerfi sé aðgengilegt hjúkrunarfræðingum, vel hannað og notendavænt.

Accepted: 
 • May 28, 2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5450


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
lokaverkefni_4.pdf238.8 kBOpenHeildartextiPDFView/Open