is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5453

Titill: 
 • Innleiðing á matslista á slysa- og bráðadeild fyrir skjólstæðinga með geðrænan vanda: Mat á fræðsluhluta innleiðingar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur: Tilgangur rannsóknar var að skoða út frá sjónarhóli hjúkrunarfræðinga reynslu þeirra af þátttöku í fræðsluhluta innleiðingar matslista fyrir skjólstæðinga með geðrænan vanda á slysa- og bráðadeildum Landspítala – Háskólasjúkrahúss.
  Aðferð: Rannsóknin var fyrirbærafræðileg og notast var við hentugleikaúrtak. Þátttakendur voru sjö hjúkrunarfræðingar starfandi á slysa- og bráðadeildum Landspítala – Háskólasjúkrahúss sem allir höfðu tekið þátt í fræðsluhluta innleiðingarferlisins. Gögnum var safnað með sjö óstöðluðum viðtölum og notast var við viðtalsvísi. Meginniðurstöður viðtalanna voru greind í þemu.
  Niðurstöður: Hjúkrunarfræðingarnir voru allir mjög ánægðir með þá fræðslu sem þeir fengu og voru ekki í vafa um að þekkingin nýttist þeim í starfi. Fimm megin þemu voru greind: ,,Hindranir í meðferð skjólstæðinga“, ,,Mikilvægi fræðslu“, ,,Hvatning til aukins lærdóms“, ,,Mikilvægi samskipta bráðasviðs og geðsviðs“ og ,,Næsta skrefið“.
  Ályktun: Hjúkrunarfræðingar tjáðu aukið öryggi eftir veitta fræðslu og létu í ljós mikilvægi áframhaldandi fræðslu sem og þjálfun í viðtalstækni. Jafnframt töldu þeir innleiðingu matslistans skref í átt að bættri hjúkrun skjólstæðinga með geðrænan vanda. Þannig er aukin fræðsla og regluleg þjálfun hjúkrunarfræðinga á slysa- og bráðadeild í mati og meðferð skjólstæðinga með geðrænan vanda nauðsynlegur hluti af innleiðingu matslista og forsenda bættrar hjúkrunar þessa hóps.
  Lykilorð: fræðsluþarfir, geðræn vandamál, slysa- og bráðadeild, hjúkrun, forgangsröðun, matslisti.

Samþykkt: 
 • 28.5.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5453


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Innleiðing matslista- mat á fræðsluhluta innleiðingar.pdf643.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna