en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5456

Title: 
 • Title is in Icelandic Áhrif fyrirtíðaspennu á líðan kvenna. Fræðileg samantekt
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Flestar konur á barnseignaraldri upplifa líkamleg og sálræn einkenni fyrirtíðaspennu nokkrum dögum fyrir blæðingar. Venjulega eru einkennin væg en um 5-8% kvenna tjá alvarleg einkenni með umtalsverðum áhrifum á daglega virkni.
  Tilgangur verkefnis er að afla fræðilegrar þekkingar um áhrif fyrirtíðaspennu á líðan kvenna og meta mismunandi meðferðarleiðir að bættri líðan.
  Rannsóknarspurningar sem settar voru fram við fræðilega heimildaleit voru þrjár:
  1. Er serótónínvirk lyfjameðferð áhrifarík við einkennum fyrirtíðaspennu?
  2. Hvaða óhefðbundnu meðferðarleiðir eru mögulegar til meðferðar við einkennum fyrirtíðaspennu?
  3. Eru óhefðbundnar meðferðarleiðir áhrifaríkar á einkenni fyrirtíðaspennu?
  Heimilda var aflað í gagnagrunnunum Google Scholar og PubMed. Heimildaskrár fræðigreina og rannsókna voru einnig skoðaðar á grundvelli þeirra leitarorða sem við höfðum sett fram.
  Við heildrænt yfirlit rannsóknarniðurstaðna kemur í ljós að meðferð með serótónínvirkum lyfjum ásamt óhefðbundnum meðferðum hefur jákvæð áhrif á einkenni fyrirtíðaspennu. Meðferðinar hafa báðar jákvæð áhrif á líkamleg,- sálræn- og hegðunarleg einkenni fyrirtíðaspennu.
  Þar sem fyrirtíðaspenna hefur að stærstum hluta áhrif á konur á aldrinum 18-45 ára sem að öllu jöfnu bera mikla ábyrgð gagnvart skóla, atvinnu og fjölskyldu, er mikilvægt að almenningur og starfsfólk heilbrigðiskerfis þekki til þessara breytinga á líðan kvenna fyrir blæðingar.
  Lykilorð: Fyrirtíðaspenna, serótónínvirk lyf og óhefðbundnar meðferðir.

Accepted: 
 • May 28, 2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5456


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Áhrif fyrirtíðaspennu á líðan kvenna.pdf373.96 kBOpenHeildartextiPDFView/Open