is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5464

Titill: 
  • Vinátta 10-12 ára skólabarna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Góð vinátta er mikilvæg skólabörnum þar sem hún hefur jákvæð áhrif á frammistöðu þeirra í námi, dregur úr líkum á einmanakennd og bætir heilsueflingar-hegðun þeirra. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna upplifun 10-12 ára barna á vináttu sinni út frá einum besta vin. Einnig voru skoðuð tengsl milli vináttu og sállíkamlegra einkenna barnanna. Rannsókn þessi var hluti af þversniðsrannsókn frá árinu 2004 þar sem 480 börn á aldrinum 10-12 ára á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt. Við úrvinnslu gagna var notast við lýsandi tölfræði, Pearson’s fylgnipróf og t-próf óháðra úrtaka. Niðurstöður sýndu að börn upplifðu vináttu sína almennt góða, en stúlkur mátu vináttu sína hærri í gæðum en drengir. Þegar skoðuð voru tengsl sállíkamlegra einkenna og vináttu komu í ljós veik tengsl en marktæk. Börn sem mátu Samþykki vina og umhyggju lítils en Lausn ágreinings, Deilur og svik mikils voru mun oftar með sállíkamleg einkenni en börnin sem mátu hið gagnstæða. Mikilvægt er að skólahjúkrunarfræðingar séu vakandi fyrir einkennum sem flokkast geta sem sállíkamleg og stuðli að heilsueflingu og forvarnarstarfi innan skólans sem styrkt geta vináttu barna.

Samþykkt: 
  • 31.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5464


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
VINATTA.pdf669.95 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna