is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Kandídatsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5465

Titill: 
  • Meðganga eftir hjáveituaðgerð á maga: Fræðileg úttekt
Útdráttur: 
  • Einstaklingum sem þjást af offitu fer sífellt fjölgandi og eru konur á barneignaraldri engin undantekning þar á. Þær eru í sérstakri hættu þegar kemur að frjósemis- og meðgönguvandamálum. Offita er erfitt vandamál og dugi aðrar íhlutanir ekki til hefur hjáveituaðgerð á maga reynst árangursrík leið til meðhöndlunar sjúklegrar offitu.
    Meirihluti þeirra sem fer í hjáveituaðgerð eru konur á barneignaraldri. Þyngdartap í kjölfar hennar getur haft í för með sér bætta heilsu og aukna frjósemi kvenna. Oft er meðganga eftirsótt afleiðing þyngdartapsins.
    Tilgangur verkefnisins var að afla gagnreyndrar þekkingar um öryggi meðgöngu eftir hjáveituaðgerð á maga og hvar mæðravernd kvenna sem farið hafa í slíka aðgerð væri best borgið. Þekktar eru aukaverkanir hjáveituaðgerðar, s.s. hratt þyngdartap og næringar- og bætiefnaskortur auk teppu í smáþörmum. Að mörgu ber að hyggja á meðgöngu eftir slíka aðgerð og bæði þarf að huga að líkamlegum og sálfélagslegum þáttum. Hér á landi er konum sem ganga með barn eftir hjáveituaðgerð á maga vísað í áhættumæðravernd Landspítalans.
    Meðganga eftir hjáveituaðgerð á maga virðist vera örugg bæði fyrir móður og barn sé næringarstaða móðurinnar góð og um eftirlit og stuðning að ræða á meðgöngu. Að uppfylltum skilyrðum gæti það því verið mögulegt fyrir margar þeirra kvenna sem farið hafa í slíka aðgerð að vera í mæðravernd á sinni heilsugæslustöð í samvinnu við áhættumæðravernd Landspítalans.

Samþykkt: 
  • 31.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5465


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverkefniljosmodurfraedimaria.pdf982.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna