is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5470

Titill: 
 • Náttúrulegar verkjameðferðir í fæðingu
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur ritgerðarinnar er að skýra frá eiginleikum náttúrulegrar verkjameðferðar við fæðingu, komast að því hvernig tilteknar verkjameðferðir hafa áhrif, hverjir eru kostir þeirra, ókostir, frábendingar og áhættur. Við munum skoða hver árangur viðbótarmeðferða hefur verið á verki í fæðingu.
  Hin síðari ár hefur heildræn nálgun heilbrigðisfagfólks rutt sér til rúms bæði hérlendis sem og erlendis. Ýmiskonar verkjameðferðir hafa staðið konum til boða í þeim tilgangi að draga úr verkjum, þjáningu og spennu konunnar við fæðingu barns. Má þar nefna meðferðir á borð við nudd, vatnsböð, nálastungur, rafnálastungur, TENS meðferð og tónlistarmeðferð. Vaxandi áhugi er fyrir því innan heilbrigðiskerfisins að notast við viðbótarmeðferð samhliða hefðbundinni lækna og hjúkrunarmeðferð. Í stétt hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra eru margir fagaðilar sem hafa hug á að auka þekkingu sína á viðbótarmeðferðum og nota þær innan sjúkrahúsanna.
  Sú staðreynd að náttúrulegum verkja meðferðum er beitt í dag við vaxandi vinsældir heilbrigðisstarfsfólks og skjólstæðinga þeirra skapar því grundvöll til þess að rannsaka nánar náttúrulegar viðbótarmeðferðir með tillit til verkjastillandi og spennulosandi áhrifa þeirra við verkjum kvenna í fæðingarferlinu.
  Leitarorð: hríðarverkir, fæðing, vatnsfæðingar, nálastungur, TENS meðferð, nudd og tónlistarmeðferð.

Samþykkt: 
 • 31.5.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5470


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Náttúrulegar verkjameðferðir í fæðingu.pdf275.66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna