en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5471

Title: 
  • is Sjálfskaði: ástæður að baki sjálfskaða og tengsl við lotugræðgi
Abstract: 
  • is

    Markmið rannsóknarinnar var að kanna tengsl sjálfskaðandi hegðunar, lotugræðgi, kvíða/þunglyndis, árvekni og reynsluforðunar. Þátttakendur í rannsókninni voru 263 háskólanemar. Niðurstöður sýndu að sjálfskaðandi hegðun og lotugræðgi hafa tengsl sín á milli. Bæði lotugræðgi og sjálfskaðandi hegðun höfðu einnig tengsl við þunglyndi og kvíða. Enn frekar sýndu niðurstöður að sjálfskaðandi hegðun, lotugræðgi og þunglyndi/kvíði tengdust reynsluforðun og árvekni. Tengsl breytanna voru enn til staðar þegar stjórnað var fyrir áhrif þunglyndis/kvíða. Niðurstöður sýndu einnig að reynsluforðun hefur áhrif á sambandið milli kvíða og þunglyndis annars vegar og lotugræðgi og sjálfskaða hins vegar, á þann hátt að meiri reynsluforðun eykur á tengsl þunglyndis og kvíða við bæði sjálfskaðandi hegðun og lotugræðgi. Árvekni hafði á sama hátt áhrif á sambandið milli lotugræðgieinkenna og þunglyndis/kvíða, á þann hátt að minni árvekni eykur tengslin þar á milli. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa því til kynna að reynsluforðun og árvekni gegni hlutverki í tengslum þunglyndis/kvíða við lotugræðgi og að hluta til sjálfskaða. Niðurstöður sýndu enn frekar að sambandið milli lotugræðgi og sjálfskaða var að hluta til skýrt með árvekni og reynsluforðun. Að lokum sýndu niðurstöður að tengsl sjálfskaða við árvekni og þunglyndi/kvíða voru einkum til staðar þegar sjálfskaðinn hverfist um að losna við óþægilegar tilfinningar/hugsanir.

Accepted: 
  • May 31, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5471


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
sjalfskadi_lokaritgerd.pdf374.74 kBOpenHeildartextiPDFView/Open