is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5475

Titill: 
  • Rútínur og áfallastreituröskun, rútínur í barnauppeldi meðal foreldra með einkenni áfallastreitu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða tengsl einkenna áfallastreituröskunar (ÁSR) meðal foreldra við rútínur barns á heimili. Markmiðið var að meta hvort og hvaða munur væri á tengslum ólíkra þátta ÁSR við ólíka þætti rútína á heimili. Um var að ræða frumathugun (pilot study) á gögnum sem eru hluti af stærri gagnasöfnun sem stendur til ársins 2011. Úrtakið í þessari rannsókn samanstóð af þeim fimmtán þátttakendum sem áttu barn í 1.-7. bekk grunnskóla. Foreldri svaraði fyrir yngsta barn á heimili í 1.-7. bekk. Vegna smæðar úrtaks voru engin marktektarpróf á tengsl milli breyta reiknuð, en áhrifastærð (Cohens d), skýrð dreifing og fylgnirit voru notuð til þess að meta gögnin. Fyrstu niðurstöður benda til þess að foreldrar með sögu um áfall (óháð greiningu ÁSR) séu með færri rútínur í barnauppeldi en foreldrar í stöðlunarúrtaki, sértaklega hvað snertir rútínur daglegs lífs (hátta- og matartími, morgunverk og svo framvegis). Einnig voru vísbendingar um að kynjamunur sé sá sami og í stöðlunarúrtaki, það er að drengir séu með meiri agarútínur en stúlkur. Meðal foreldra sem urðu fyrir versta áfalli fyrir þrítugt voru áberandi færri rútínur en meðal foreldra sem urðu fyrir versta áfalli eftir þrítugt. Þegar tengsl rútína meðal foreldra sem uppfylltu greiningarviðmið ÁSR voru borin saman við þá foreldra var lítill munur á hópunum nema að foreldrar með ÁSR voru með fleiri agarútínur en foreldrar sem uppfylltu ekki greiningarviðmið ÁSR. Mun skýrari munur var á hópum í úrtakinu þegar skipt var eftir því hvort foreldri taldi einkenni áfallastreitu hafa truflað virkni í daglegu lífi fjölskyldunnar. Samræmi var í því að foreldrar sem töldu einkenni ÁSR trufla húsverk og heimilisskyldur voru einnig með færri rútínur sem snerta heimilisskyldur barns, daglegar rútínur og samvera fjölskyldu var einnig ekki eins rútínubundin. Einnig virtist sem foreldrar sem töldu einkenni ÁSR hafa truflað samband við börn og maka ætluðust til meiri þátttöku barna við heimilisstörf og væru með meiri agarútínur á heimili.

Samþykkt: 
  • 31.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5475


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Rútínur og ÁSR_rett eintak.pdf22.98 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna