is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5476

Titill: 
  • Líkamsímynd og tíðni átraskanaeinkenna meðal stúdenta við Háskóla Íslands
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þrátt fyrir vaxandi offituvandamál í Vesturlöndum eykst krafan á einstaklinginn um að vera grannur. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna líkamsímynd meðal stúdenta í Háskóla Íslands og tíðni átraskana á meðal þeirra. Spurningalisti var sendur til stúdenta í febrúar 2010 á rafrænu formi og voru svör þátttakenda ekki persónurekjanleg. Þátttakendur voru 1280 (12,9%), 1090 (85,2%) konur, 185 (14,5%) karlar og 5 (0,4%) sem svöruðu ekki til um kyn. Spurningalistinn sem notaður var heitir EDI-3 RF og er staðlaður en að auki bættu rannsakendur við fjórum spurningum. Niðurstöður rannasóknarinnar sýndu að þeir sem voru í kjörþyngd voru 64,9% svarenda. Undir tilvísunarviðmiðum lotugræðgi (bulimiu) féllu 15% stúdentar og 6% féllu undir tilvísunarviðmið megrunarþráhyggju (drive for thinness). Stúdentar sem voru með lága líkamsímynd voru 25,8% og voru konur með töluvert hærra hlutfall í þeim flokki en karlar. Síðustu 3 mánuði höfðu 9,1% stúdenta kastað upp til að stjórna þyngd sinni og 4,5% stúdenta höfðu notað hægðarlyf til að stjórna þyngd. Niðurstöðurnar bentu til að þó nokkur hluti háskólanema er óánægður með líkama sinn og stundar átröskunarhegðanir. Mikilvægt er því í nánari framtíð að huga að uppbyggilegri forvarnafræðslu um líkamsímynd og veita fræðslu um afleiðingar af óheilbrigðum aðferðum þyngdarstjórnunar.

Samþykkt: 
  • 31.5.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5476


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaritgerð í sniðmáti nýtt.pdf1.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna