is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5492

Titill: 
  • Atvinnumál fatlaðs fólks: þátttaka á almennum vinnumarkaði með stuðningi
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Um meistararitgerð er að ræða sem metin er til 30ect eininga í fötlunarfræðum við Háskóla Íslands. Í ritgerðinni er greint frá niðurstöðum rannsóknar um atvinnumál fatlaðs fólks á almennum vinnumarkaði. Markmið rannsóknarinnar var annars vegar að afla skilnings á reynslu og upplifun fatlaðs fólks sem starfar á almennum vinnumarkaði með áherslu á stuðning og félagslega stöðu og hins vegar var kannað hvernig stuðningsúrræði í lögum hafa nýst í atvinnuþátttöku fatlaðs fólks. Rannsóknin er unnin innan eigindlegra rannsóknahefðar og var gagna aflað með opnum viðtölum við fimm fatlaða einstaklinga og þrjá starfsmenn sem sinna atvinnu með stuðningi (AMS). Niðurstöður rannsóknarinnar byggja á reynslu og upplifun þátttakendanna og viðtölum við starfsmenn AMS. Fötluðu þátttakendurnir voru almennt ánægðir í starfi og stoltir af langri starfsreynslu sinni og hafði flestum liðið vel á vinnustöðum. Þátttakendur fengu yfirleitt aðstoð við atvinnuleit sem miðaði að jafnaði ekki við þátttöku þeirra. Undirbúningur starfsmanna AMS áður en þau fóru í ný störf við skipulagningu á aðlögun og tengingu við stuðningsaðila innan vinnustaða reyndist þeim mikilvægur þáttur. Þátttakendur voru yfirleitt virkir í félagslegum samskiptum á vinnustöðum og upplifðu sig sem hluta af vinnustaðahópum en ekki alltaf. Rannsóknin sýnir að markmið og stefnumótun í lögum um málefni fatlaðra um stuðningsúrræði í atvinnumálum fatlaðs fólks ná ekki að öllu leyti fram að ganga.

Samþykkt: 
  • 1.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5492


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA ritgerð prentútgáfa[1].pdf217,63 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
Forsíða MA[1].pdf25,1 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna