is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5497

Titill: 
  • Stuðningsþarfir ungra mæðra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tíðni þunganna meðal stúlkna á aldrinum 15-19 ára er marktækt hærri á Íslandi en á öðrum Norðurlöndum. Þungun á unglingsárum veldur miklu álagi á þetta tímabil sem fyrirfram er mikill álagstími. Þar af leiðandi er þörfin brýnni á samfelldum stuðningi við þessar stúlkur og ætti að bjóða þunguðum unglingsstúlkum upp á sérstakan stuðning. Fjölmargar rannsóknir hafa kannað þarfir þungaðra unglingsstúlkna og unglingsmæðra á stuðningi. Tilgangur þessarar fræðilegu úttektar er að skapa yfirlit yfir þá þekkingu sem til staðar er og hvað betur mætti fara. Við heimildaleit var leitast eftir að finna út hverjar væru stuðningsþarfir þungaðra unglingsstúlkna, hverjir væru hennar helstu stuðningsaðilar og loks er leitast eftir því að meta hvað betur mætti fara varðandi stuðning við þessar stúlkur hér á landi.
    Stuðningsþarfir þungaðra stúlkna og unglingsmæðra umfram eldri kvenna eru aðalega í formi nákvæmari fræðslu og stuðnings við móðurhlutverkið. Svo virðist vera sem helstu stuðningsaðilar stúlknanna séu mæður þeirra og barnsfeður. Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður, sem eru í lykilaðstöðu til að meta einstaklingsmiðaðar þarfir þessara stúlkna, kynni sér sérstaklega stuðningsþarfir þeirra og aðstoði þær við að þróa nauðsynlegt stuðningsnet. Vonast höfundar til þess að þessi úttekt sé hvatning til hjúkrunarfæðinga og ljósmæðra til aukins skilnings á þörfum unglingsmæðra fyrir stuðningi.

Samþykkt: 
  • 2.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5497


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
(BS-ritger_360-TKJ-EVA-v.2010).pdf202.35 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna