Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/5499
Heilsutengd ferðamennska er nýlegt hugtak þó segja megi að slík ferðamennska hafi verið stunduð með óbeinum hætti frá örófi alda. Skiptar skoðanir eru á því hvernig eigi að skilgreina hugtakið og felst ágreiningurinn aðallega í því hversu víð eða
þröng skilgreiningin eigi að vera. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvað felst í heilsutengdri ferðamennsku, þ.e. mismunandi skilgreiningar á henni og hvernig hún er á Íslandi í dag ásamt því að kanna framtíðaráform henni tengdri hér á landi. Til að meta þetta voru viðtöl tekin við 8 viðmælendur sem á einn eða annan
hátt koma að heilsutengdri ferðamennsku á Íslandi.
Helstu niðurstöður þessarar rannsóknar gefa til kynna að mismunandi skoðanir eru á því hvernig skilgreina megi heilsutengda ferðamennsku og virðist sitt sýnast hverjum í þeim málum. Heilsutengd ferðamennska virðist vera á byrjunarreit vaxtar samkvæmt Líftímakúrfu vöru en framtíðaráform hennar eru björt og er vonin sú að
hún verði ein af meginstoðum í ferðamennsku á Íslandi.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Ritgerð loka.pdf | 544,39 kB | Open | Heildartexti | View/Open |