is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Þverfræðilegt nám > Umhverfis- og auðlindafræði >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5502

Titill: 
 • Blý í neysluvatni í húsum. Könnun á þremur vatnsveitusvæðum á SV-Íslandi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Drykkjarvatn getur mengast af blýi ef vatnsleiðslur eða lóðningar þeirra innihalda blý. Slík blýmengun mældist á Keflavíkurflugvelli sem varð til þess að varnarliðið blandaði sinkorthofosfati (ZOP) varnarefni í vatnið árið 1999. Í þessu rannsóknarverkefni var skoðað hvort hætta væri á því að slík blýmengun tæki sig upp að nýju, er íblöndun varnarefna var hætt árið 2007 og hvort blýmengun gæti verið til staðar á öðrum veitusvæðum þar sem eirlagnir væru lóðaðar saman með blýblönduðu tini, líkt og á Keflavíkurflugvelli. Kannað var hvort markverður munur væri á blýmengun í vatni með mismunandi sýrustig. Að lokum var rýnt í reglugerðir um neysluvatn á Íslandi og framfylgni þeirra. Tekin voru sýni af stöðnu vatni úr leiðslum og þau greind með ICP-MS.
  Helstu niðurstöður voru að eirlagnir með blýblönduðu tini reyndust sjaldgæfar á SV-Íslandi þar virtist einnig vera lítil hætta á því að blýmengun bærist frá pípulagningaefnum í neysluvatn. Það virðist hafa verið óhætt að hætta íblöndun varnarefna í neysluvatnið á Keflavíkurflugvelli eða Ásbrú eins og svæðið er nefnt í dag. Örlítið meira blý mældist í vatni þar sem sýrustig var lágt en þar sem sýrustig var hátt. Blýmengunin mældist undir heilsuverndarmörkum (10 μg/L) í öllum sýnunum.
  Reglugerð 536/2001 um neysluvatn gerir ekki kröfur um sérstakt eftirlit með blýmengun í neysluvatni, líkt og í Bandaríkjunum. Engar upplýsingar fengust á heimasíðum hjá þeim stofnunum sem sinna neysluvatnseftirliti um efnainnihald vatns í dreifikerfum þeirra vatnsveitna sem rannsóknin náði til, þó að skýrt sé kveðið á um að upplýsa beri neytendur um eftirlit með vatni.

Styrktaraðili: 
 • Umhverfis- og orkurannsóknarsjóður Orkuveitu Reykjavíkur;
  Rio Tinto Alcan, ISAL Straumsvík.
Samþykkt: 
 • 3.6.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5502


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Er blý að finna í neysluvatni á Ísland_loka.pdf1.17 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna