is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5504

Titill: 
 • Krabbamein í blöðruhálskirtli og hjónaband. Tengsl félagslegra hamla frá maka og ánægju í hjónabandi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessarar rannsóknar var að athuga tengsl á milli hjónabands, heilsutengdra lífsgæða og streitu hjá körlum með krabbamein í blöðruhálskirtli. Þátttakendur voru þrjátíu og sjö nýgreindir karlar á aldrinum 48 til 85 ára. Spurningalisti var lagður fyrir þá innan fjögurra vikna frá greiningu krabbameinsins. Tilgátur rannsóknarinnar voru þrjár. Fyrsta tilgátan var að þeir karlar sem eru ánægðir hjónabandi væru með minni streitu, minni vanda við ákvörðunartöku, betri lífsgæði og minni félagslegar hömlur frá maka en þeir sem eru óánægðir í hjónabandi. Önnur tilgátan var að krabbameinssjúklingar sem urðu fyrir félagslegum hömlum frá maka þegar þeir vildu ræða tilfinningar sínar varðandi krabbameinið hefðu verri lífsgæði og meiri streitu.
  Þriðja tilgátan var að tengslin milli ánægju í hjónabandi, vanda ákvarðana og streitu væru til komin (mediated) vegna áhrifa félagslegra hamla frá maka á tjáningu tilfinninga varðandi krabbameinið.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að ánægja í hjónabandi hefur áhrif á vanda við ákvörðunartöku um meðferð. Þeir sem voru ánægðir í hjónabandi áttu í minni vanda. Ekki fundust tengsl milli ánægju í hjónabandi og streitu en almenn lífsgæði þeirra karla sem voru í góðu hjónabandi voru betri. Félagslegar hömlur frá maka hafa áhrif á vanda við ákvörunartöku um meðferð, almenna streitu og sjúkdósmtengda streitu. Þeir sem voru með meiri félagslegar hömlur frá maka áttu erfiðara með að taka ákvörðun og voru með meiri streitu en hinir. Tengslin milli ánægju í hjónabandi og vanda ákvarðana voru til komin vegna áhrifa félagslegra hamla.
  Félagslegar hömlur frá maka valda því að ekki er rætt um krabbameinið og tilfinningar sem tengjast því. Vegna sterkra tengsla félagslegra hamla frá maka við ánægju í hjónabandi og vanda við ákvörðunartöku er nauðsynlegt að finna einhverjar leiðir til að hjálpa körlum með krabbamein í blöðruhálskirtli og mökum þeirra að ræða saman og bæta með því lífsgæði þeirra.

Samþykkt: 
 • 3.6.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5504


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS verkefni-loka MIR.pdf504.76 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna