Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5505
Umfjöllunarefni ritgerðarinnar var áhrif 3. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) á brottvísun og framsal.
Í máli Soering gegn Bretlandi (MDE, Soering gegn Bretlandi, 7. júlí 1989 (14038/88) setti Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) fyrst fram þá reglu að aðildarríki MSE gætu gerst ábyrg fyrir því að einstaklingur yrði fyrir pyndingum, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð í því ríki sem þau sendu hann til á grundvelli brottvísunar eða framsals.
Síðan þá hefur fjöldi mála verið kærður til MDE varðandi brottvísun eða framsal og brot gegn 3. gr. Í ritgerðinni er dómaframkvæmd MDE varðandi þessi mál könnuð. Skoðað er hvernig reglan sem sett var fram í máli Soering gegn Bretlandi hefur þróast frá árinu 1989 til dagsins í dag. Vísað er til gagnrýni fræðimanna um þróunina og ályktanir dregnar af framkvæmd dómstólsins.
Þá er sambærilegum ákvæðum annarra alþjóðlegra samninga gerð skil, en áhersla lögð á 3. gr. Samnings Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum, ómannlegri og vanvirðandi meðferð eða refsingu. Ákvæði 3. gr. MSE er borið saman við sambærileg ákvæði annarra samninga og kannað hvort það veiti ríkari eða lakari vernd en ákvæði hinna samninganna.
Að lokum er íslenskum rétti gerð skil í stuttu máli. Fjallað er um þá alþjóðasamninga sem Ísland er aðili að þar sem er að finna vernd gegn því að einstaklingur verði sendur til ríkis þar sem hætta er á að hann verði fyrir pyndingum, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð. Þá er fjallað um þau ákvæði íslenskra laga sem fela í sér slíka vernd. Einnig er dóma- og stjórnsýsluframkvæmdinni á Íslandi gerð skil í málum þar sem talið er að brottvísun eða framsal feli í sér brot gegn 3. gr. MSE og sambærilegum ákvæðum íslensks réttar.
Að lokum er niðurstaða umfjöllunarinnar dregin saman.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hildur Sunna - meistararitgerd 05.05.2010.pdf | 660.34 kB | Lokaður | Heildartexti |