Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5514
Þessi rannsókn er unnin upp úr gögnum úr doktorsverkefni Lindu Báru Lýðsdóttur um geðheilsu kvenna á meðgöngu. Markmið rannsóknarinnar var að rannsaka skimunarlistann SAPAS sem notaður er til þess að skima fyrir persónuleikaröskunum og kanna samslátt niðurstöðu slíkrar skimunar við geðraskanir á Ási-I í DSM-IV greiningarkerfinu. Einnig var kannað hvort bakgrunnur þátttakenda hefði tengsl við skor þeirra á skimunarlistanum. Þátttakendur sem svöruðu skimunarlistanum voru 386 barnshafandi konur sem skimast höfðu með geðraskanir á 16.viku meðgöngu. Helstu tilgátur voru að samsláttur sé á milli skimunar á persónuleikaröskunum samkvæmt SAPAS og einstökum geðröskunum. Einnig var því spáð að þeir þátttakendur sem skimast með tvær eða fleiri geðraskanir nái skimunarviðmiðum á SAPAS fremur en þeir sem einungis skimast með eina eða enga. Helstu niðurstöður voru að mikill samsláttur er á milli einstakra geðraskana og niðurstöðu skimunar á SAPAS, þá helst við félagsfælni og tvískautaröskun. Þátttakendur með tvær eða fleiri geðraskanir skimast frekar með persónuleikaröskun en þeir sem eru með eina eða enga.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Loka BS.pdf | 297.16 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |