is Íslenska en English

Lokaverkefni

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Rannsóknarverkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5519

Titill: 
  • Áhrif þátta úr birkiberki á ræsingu angafruma in vitro
Útdráttur: 
  • Tríterpenar úr birkiberki hafa sýnt ýmiss konar lífvirkni, þ.á.m. áhugaverð ónæmisstýrandi áhrif, en helstu tríterpenar sem hafa fundist í birkiberki eru betúlín, betúlínsýra, lúpeol og oleanólínsýra. Fyrri niðurstöður sýna að birkibarkarextrakt og fraktionir Bp3, Bp4 og Bp3.5 bæla ræsingu angafruma. Í þessu verkefni var því ákveðið að þátta birkibörkinn enn frekar í von um að finna hvaða efni í berki Betula pubescens bældu ræsingu angafruma. Notast var við lífvirknileidda þáttun til að einangra efni úr berkinum sem mögulega bældu ræsingu angafruma manna in vitro. Birkibarkarextrakt var þáttað í misskautaðar fraktionir með VLC og SPE súluskiljunaðferðum sem gáfu fraktionir Bp3.1 - Bp3.8. Bp3.4 var þáttað frekar með HPLC, sem gaf fraktionir Bp3.4.1 - Bp3.4.15, sem eftir sameiningu urðu ellefu fraktionir. Fraktionirnar voru prófaðar í in vitro angafrumulíkani. Tjáning yfirborðssameinda (CD14, CD86 og HLA-DR) angafruma í návist fraktionanna var metin í frumuflæðisjá. Fimm fraktionir bældu tjáningu CD86 og leiddu til þess að færri angafrumur voru CD86+ en þessar sömu fraktionir höfðu öfug áhrif á tjáningu á HLA-DR. Þetta er óvenjulegt og má líklega rekja til skemmdra flúrlita. Boðefnaseyting (IL-10 og IL-12p40) angafruma var mæld með ELISA, en sömu fraktionir og höfðu áhrif á tjáningu yfirborðssameindanna virtust bæla seytingu á IL-10 og IL-12p40.
    Áhugavert er að svona margar fraktionir hafi áhrif og e.t.v. eru hrein efni í einhverjum fraktionum. Þó getur verið að aðgreining efnanna hafi ekki tekist nógu vel. Næst þyrfti líklega að ákvarða hreinleika og byggingarákvarða efnin í virku fraktionunum (Bp3.4.5 - Bp3.4.7, Bp3.4.10 og Bp3.4.14). Einungis var framkvæmd ein tilraun í angafrumulíkaninu og niðurstöður hennar gefa einungis vísbendingar um hugsanleg bólguhemjandi áhrif efna úr birkiberki, en endurtaka þarf þessar tilraunir til að fá úr því skorið. Þessi efnasambönd gætu e.t.v. gagnast í framtíðinni gegn sjálfsofnæmissjúkdómum, eins og liðagigt.

Samþykkt: 
  • 4.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5519


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerd2010-johannfr-nytt.pdf2.83 MBOpinnPDFSkoða/Opna