is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5526

Titill: 
  • Könnun á aðlögunarhæfni á náms- og starfsferli: prófun á íslenskum viðbótaratriðum, réttmæti og áreiðanleiki
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Vegna stöðugra breytinga á vinnumarkaði hefur aðlögunarhæfni þótt mikilvægur eiginleiki í nútíma samfélagi. Í rannsókninni verða próffræðilegir eiginleikar athugaðir á þvermenningarlegu mælitæki sem er nú í þróun samtímis í nokkrum löndum. Því er ætlað að meta aðlögunarhæfni á náms- og starfsferli (e. Career Adapt-Abilities Inventory, CAAI). Mælitækið byggir á hugsmíðahyggju dr. Mark Savickas um starfsferilinn. Þar er aðlögunarhæfni metin með fimm undirkvörðum; Umhugsun, Stjórn, Forvitni, Samvinnu og Sjálfstraust á starfsferli. Fyrst var gerð staðfestandi þáttagreining á úrtaki sem svaraði frumútgáfu listans (e. etic) (N=428) og úrtaki sem svaraði endurgerðri þýðingu listans (e. etic) (N=1249). Í ljós kom að þær breytingar sem gerðar höfðu verið á upprunalegu atriðum listans skiluðu sér í réttmætari mælingum í nokkrum tilvikum. Til að kanna hvort hægt væri að bæta hugtakaréttmæti mælitækisins enn frekar var staðfestandi þáttagreining notuð (N=1249) á endurgerðum lista með séríslenskum viðbótaratriðum (e. emic). Nokkrum viðbótaratriðum var bætt við á upprunalega kvarða listans ásamt tveim mögulegum þáttum, Forlagatrú og Samfélagsvitund. Í ljós kom að flest atriði virtust bæta réttmæti mælitækisins og áreiðanleiki var hár á undirkvörðum að Forlagatrú undanskildi. Huga þarf þó að réttmæti ákveðinna þátta og atriða. Gefnar eru leiðbeiningar um hvernig megi endurbæta mælitækið.

Athugasemdir: 
  • Lokuð fram í júlí 2010.
Samþykkt: 
  • 7.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5526


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigríður Bríet- Cand.psych ritgerð Skemman.pdf680.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna