is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/553

Titill: 
 • Geðraskanir barna á grunnskólaaldri
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Geðraskanir barna og unglinga eru mjög alvarlegt mál sem ekki má horfa framhjá. Ástæðan fyrir því að ég skrifa um geðheilbrigði, með sérstakri áherslu á þunglyndi barna og unglinga er sú að mér þykir þetta áhugavert efni og finnst að það þurfi að vera góð þekking hjá skólastjórnendum, kennurum í skólum og verðandi kennurum um þetta efni.
  Farið verður stuttlega í kynningu á þunglyndi barna og unglinga, einkenni sjúkdómsins og hugsanlegar ástæður hans. Því næst verður fjallað um samsjúkdóma sem geta verið fylgikvillar þunglyndis og þau meðferðarúrræði sem standa börnum og aðstandendum þeirra til boða. Í lokin er farið í saumana á því hver aðkoma skólanna er og þá er átt við grunnskóla og kennaraháskóla landsins.
  Sendir voru spurningalistar til nokkurra grunnskóla til að fá dýpri þekkingu á hvað það er sem skólastjórnendur og kennarar taka eftir í fari nemenda sem geta þjáðst af geðröskunum. Með þessari könnun var einnig reynt að komast að því hvers konar forvarnarstarfi þeir vinna eftir til að hjálpa nemendum.
  Staðreyndin er sú að börn og unglingar hafa ekki mikla hæfni til að skilja vanlíðan sína eftir heima þegar þau mæta í skólann. Þetta fer þó eftir þroska hvers barns og unglings fyrir sig. Því þurfa kennarar að vera vakandi yfir þessum þáttum og vera tilbúnir til að hjálpa eins vel og þeir geta.
  Þessi ritgerð fjallar að mestu um hvernig hægt er að taka á vandamálinu og hvar eigi að byrja.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
 • 1.1.2006
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/553


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
gedraskanir.pdf323.45 kBTakmarkaðurGeðraskanir barna á grunnskólaaldri - heildPDF
gedraskanir_e.pdf72.66 kBOpinnGeðraskanir barna á grunnskólaaldri - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
gedraskanir_h.pdf109.37 kBOpinnGeðraskanir barna á grunnskólaaldri - heimildaskráPDFSkoða/Opna
gedraskanir_u.pdf75.54 kBOpinnGeðraskanir barna á grunnskólaaldri - útdrátturPDFSkoða/Opna