is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5531

Titill: 
 • Þættir sem hafa áhrif á starfsánægju hjúkrunarfræðinga á skurðsviði Landspítalans
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Lokaverkefni þetta byggir á stærri rannsókn um starfsánægju hjúkrunarfræðinga á
  skurðdeildum Landspítala Háskólasjúkrahús. Rannsóknin var unnin og framkvæmd af
  leiðbeinanda þessa verkefnis á haustmánuðum ársins 2009. Tilgangur þessa verkefnis
  var að skoða hvort hvatning og tækifæri í starfi hafi áhrif á starfsánægju þeirra
  hjúkrunarfræðinga er þar starfa. Úrtak rannsóknarinnar voru hjúkrunarfræðingar sem
  vinna á skurðsviði landspítalans (n=189), svarhlutfall var 49%.Helstu niðurstöður
  rannsóknarinnar sýndu að starfsfólk er frekar ánægt í störfum sínum eða um 86%, þegar
  spurt er út í ánægju í núverandi starfi. Einnig kom í ljós að þeir starfsmenn með tvö börn
  undir 18 ára á heimilinu hafa hvað mesta starfsánægju. Hvatning skýrir einungis 6,7% af
  ánægju starfsfólks en tækifæri í starfi skýra 39,9%.
  Miðað við umræðu í þjóðfélaginu í dag og innan heilbrigðisgeirans um skort á
  hjúkrunarfræðingum og mikils vinnuálags kom á óvart að starfsfólk virðist vera nokkuð
  eða mjög ánægt með mönnun á deildum eða tæp 70% og rúmlega helmingur þátttakenda
  eru ánægðir með vaktabyrgði.
  Af þessum niðurstöðum má draga þá ályktun að starfsfólk á skurðsviðum
  Landspítalans sé frekar ánægt með störf sín og telja álagið hæfilegt þrátt fyrir mikinn
  niðurskurð á spítalanum.

Samþykkt: 
 • 7.6.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5531


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð.pdf365.9 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna