Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5537
Almannavarnir eiga að sjá um grunnöryggi hins almenna borgara ef hættuástand myndast og reyna að hindra eignatjón og mannsfall. Almannavarnir á Íslandi byrjuðu með svipuðum hætti og í nágrannalöndunum sem vörn gegn hernaðarátökum eftir seinni heimstyrjöldina. Upphaf að Almannavörnum ríkisins má rekja til stofnunar loftvarnarnefndar Reykjavíkur árið 1951, en fyrstu lögin um loftvarnir á Íslandi höfðu verið sett rúmlega tíu árum fyrr eða árið 1940. Hlutverk loftvarnarnefndar Reykjavíkur var að gera viðamiklar athuganir á húsum með tilliti til loftvarnabyrgja og einnig að halda til nægum birgðum og tækjum til að bregðast við ýmsum stórslysum eða árásum úr lofti. Þegar Sovétmenn bundu enda á einokun Bandaríkjanna á kjarnorkusprengjunni í upphafi 6. áratugarins var nefndinni falið að athuga hvernig hægt væri að verjast þeirri kjarnorkuvá sem skapaðist í kalda stríðinu. Þegar lög um Almannavarnir ríkisins var sett árið 1962 var helsta markmiðið enn að verja almenning frá hernaðarátökum. Það var ekki fyrr en á síðari hluta 7. áratugarins að megináherslan færðist yfir á viðbrögð við náttúruvá og hefur hún haldist síðan.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Inngangur.pdf | 29,71 kB | Opinn | Inngangur | Skoða/Opna | |
Meginmál.pdf | 294,42 kB | Opinn | Meginmál | Skoða/Opna | |
Heimildaskrá.pdf | 33,3 kB | Opinn | Heimildaskrá | Skoða/Opna | |
Ivar.pdf | 45,19 kB | Opinn | Forsíða, titilsíða, efnisyfirlit | Skoða/Opna |