Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5538
Microphthalmia-associated transcription factor (MITF) er umritunarþáttur sem gegnir mjög
mikilvægu hlutverki í öllum þroskunarstigum litfrumna (melanocytes). Vitað er að
umritunarþættinum er stjórnað með fosfóryleringu í gegnum Kitl/Kit boðleiðina. Óbirtar
niðurstöður rannsóknarhóps Eiríks Steingrímssonar sýna að acetylering gegnir einnig mikilvægu hlutverki í stjórnun MITF, en hvernig þetta fer fram er enn ekki ljóst. Til að varpa ljósi á þessa spurningu var MITF yfirtjáð, með og án hjálparþáttanna (co-factors) CBP/p300, í HEK293T frumum og þær síðan meðhöndlaðar með sértæku hindrunum U0126 og PD98059.
Þessi efni eru sértækir hindrar gegn ákveðnum þætti Kitl/Kit boðleiðarinnar sem heitir Mek1/
Mek2. Áhrif hindranna á acetýleringu MITF var síðan könnuð með ónæmisfellingu og
ónæmisþrykkjum (Western blotting). Niðurstöðurnar sýna að tjáning CBP eða p300 er nauðsynleg til að acetýlering fari fram og að Kitl/Kit boðleiðin er viðriðin stjórnun á acetýleringu MITF. Þetta bendir til þess að fosfórun á annað hvort MITF sjálfu eða hjálparþáttum sé lykilskref í acetýleringu á MITF próteininu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Katla-BSritgerð.pdf | 712.59 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |