is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5539

Titill: 
  • Réttmætisathugun á öryggis- og almennum starfskvörðum úr öryggisskýrslu Hogan í viðhalds- og framleiðsludeildum í álveri
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þrátt fyrir framfarir í öryggismálum undanfarna áratugi eru vinnuslys algeng og hafa gjarnan í för með sér mikið tjón fyrir fyrirtæki og starfsfólk. Í gegnum tíðina hafa verið uppi hugmyndir um að stóran hluta slysa megi rekja til fárra starfsmanna og að greina megi eiginleika í fari þeirra sem skýra þessa tilhneigingu. Rannsóknir í gegnum tíðina benda til þess að tengsl séu á milli persónuleika og frammistöðu í öryggismálum. Fræðimenn á vegum Hogan Assessment System hafa þróað öryggisskýrslu sem inniheldur persónuleikakvarða sem ætlað er að spá fyrir um frammistöðu í öryggismálum. Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta réttmæti þessara kvarða til að spá fyrir um frammistöðu starfsfólks í viðhalds- og framleiðsludeildum í álveri. HPI var lagt fyrir 230 manns og fylgni niðurstaðna við mat yfirmanna á frammistöðu, öryggisfrávik og fjölda veikindatíma var skoðuð. Niðurstöður sýndu að eftir að stjórnað hafði verið fyrir áhrif starfsaldurs skýrðu tveir þættir almennrar starfshæfni, áreiðanleiki og yfirvegun, 16% af dreifingu í mati yfirmanna á frammistöðu í starfi. Fjórir öryggisþættir; fylgir reglum, stilling, einbeiting og móttækileiki skýrðu eftir að stjórnað hafði verið fyrir áhrif starfsaldurs 18% dreifingar á mati yfirmanna á frammistöðu starfsfólks. Móttækileiki og áreiðanleiki skýrðu 4% af dreifingu öryggisfrávika og styrkur og varkárni skýrðu 4% dreifingar á fjölda veikindatíma. Þessar niðurstöður gefa til kynna að í rannsóknum á tengslum persónuleika og frammistöðu í starfi sé heppilegra að notast við huglægar mælingar (til dæmis mat yfirmanna) en hlutlægar (til dæmis öryggisfrávik eða fjölda veikindatíma).

Samþykkt: 
  • 8.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5539


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Cand.Psych.ritgerð.pdf687.46 kBLokaðurHeildartextiPDF