is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5540

Titill: 
  • Tengsl hugrænnar færni við hugsanabælingu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Á síðustu árum hefur áhugi beinst í auknum mæli að hlutverki vinnsluminnis í hugsanabælingu m.a. hjá fólki með einkenni áráttu og þráhyggjuröskunar en margt er þar enn óljóst. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga hvort og þá hvaða tengsl væru milli hugrænnar færni og getu til að bæla niður uppáþrengjandi hugsanir. Einnig var kannað hvort áráttu og þráhyggjueinkenni skiptu þar máli. Alls tóku 50 kvenkyns nemar við Háskóla Íslands þátt. Þeim var handahófskennt raðað í annað hvort tilraunahóp eða samanburðarhóp. Allir þátttakendur svöruðu spurningalistunum, OCI-R, OBQ-44, RAS-10 og HADS ásamt því að leysa orðtengslapróf og Ospan-prófið. Því næst voru þátttakendur beðnir um að finna eina uppáþrengjandi hugsun sem þeir höfðu haft og svara III- spurningalistanum út frá henni. Loks áttu þeir að bæla niður hugsun þannig að þeir sem voru í tilraunahópi glímdu við hugrænt álag í bælingarlotu en þátttakendur í samanburðarhópi gerðu það ekki. Áður en kom að hugsanabælingarlotunni gengu allir þátttakendur í gegnum upphafslotu þar sem þeir máttu hugsa um hvað sem var en áttu að greina frá uppáþrengjandi hugsununni ef hún gerði vart við sig og eftir hugsanabælingarlotuna var lokalota þar sem allir þátttakendur fengu enn á ný sömu fyrirmæli og í upphafslotu. Þátttakendur svöruðu svo allir spurningum um líðan á sjónhendingarkvarða eftir hverja lotu. Settar voru fram þrjár tilgátur. Í fyrsta lagi var talið að þeir þátttakendur sem voru í tilraunahóp (aukið hugrænt álag) myndu eiga erfiðara með að bæla hugsunina en þátttakendur í samanburðarhópi. Í öðru lagi var þess vænst að misgóð vinnsluminnisgeta og svarhömlun þátttakenda myndi tengjast frammistöðu þeirra í bælingarverkefninu. Í þriðja lagi var búist við að fleiri einkenni áráttu- og þráhyggjuröskunar, meiri ábyrgðarkennd og aukin vanlíðan myndi hafa jákvæða fylgni við fjölda hugsana í öllum þrem lotum hugsanabælingarverkefnisins. Niðurstöður voru á þá leið að tilgáta eitt, meiri hugsanaaukning í tilraunahóp í bælingarlotu var ekki studd. Tilgáta tvö var heldur ekki studd þar sem betra vinnsluminni og svarhömlun þátttakenda hafði ekki áhrif á fjölda hugsana. Þriðja tilgátan stóðst að hluta en meiri ábyrgðarkennd, mat á hættu sem og einkenni áráttu og þráhyggjuröskunar höfðu marktæka fylgni við fjölda hugsana í lotunum þremur .

Samþykkt: 
  • 8.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5542


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
CandPsychRitgerðLOKA-2010.pdf560.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna