is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5545

Titill: 
  • Áhrif Fléttuefnisins Protolichesterinsýru á Fitusýrusýnthasa og Frymisnetsálag í Krabbameinsfrumum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Í þessu verkefni voru áhrif protolichesterinsýru (PA) á krabbameinsfrumur skoðuð. Athugað var hvort PA hefði áhrif á mergæxlisfrumurnar RPMI-8226 og U-266 þannig að það ylli frymisnetsálagi, en til þess var notað próteinþrykk þar sem fósfórun á próteininu elF2α var greind. U-266 frumur sýndu greinilegt frymisnetsálag en ekki fengust fullnægjandi niðurstöður fyrir RPMI-8226. Frumulifun var mæld með MTS aðferð fyrir mergæxlisfrumurnar en með Crystal violet aðferð fyrir brjóstaæxlisfrumurnar SK-BR3. Frumurnar voru þá meðhöndlaðar með PA, og sást að það hafði áhrif á lifun frumnanna. Ekki náðist að prófa hvort PA væri fitusýrusýnthasa (FAS) hindri, en þá er fylgst með oxun á NADPH með ljósmæli. Aðrar rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl milli frymisnetsálags og FAS hindrunar svo líklegt þykir að PA sé einnig FAS hindri.

Samþykkt: 
  • 8.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5545


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
skýrsla-lok.pdf656.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna