Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/5568
Með röksemdafærslum sínum hafa tómhyggjusinnar leitast við að afnema algildan sannleika í siðferðis- og trúmálum og með því skapað tómarúm sem getur leitt til dökkrar sýnar á heiminn, siðferðislegs afstæðis og höfnunar á lífi. Markmið þessarar ritgerðar er að kanna hvort þær forsendur sem tómhyggjusinnar gefa sér leiði nauðsynlega til þessa ástands eða hvort önnur fýsilegri leið sé fær án þess að forsendurnar séu sviknar. Til að sýna hverjar þessar forsendur eru verða rit Friedrich Nietzsche höfð til hliðsjónar ásamt því að tekið verður mið af gagnrýni hans á tómhyggjuna. Ennfremur verður leitað í smiðju rithöfundarins Fjodor Dostojevskí til að bregða upp skýrari mynd af bölsýnni tómhyggju, en einnig litið til skrifa gríska skáldsins Nikos Kazantzakis til að leiða í ljós mótsvör jákvæðari afstöðu. Þessar hugleiðingar fela í sér vísbendingu um að til þess að brjóta bölsýna tómhyggju á bak aftur verði að taka skref út fyrir hið almenna, sætta sig við dýrslegt eðli mannsins og hætta að líta á mannlega skynsemi sem hið æðsta ákvörðunarvald.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
UmTilgangsleysiAllraHluta.pdf.pdf | 225.85 kB | Open | Heildartexti | View/Open |