is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5572

Titill: 
  • Launavinna kvenna í ljósi þjóðfélagsbreytinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í upphafi síðustu aldar voru að eiga sér stað miklar þjóðfélagsbreytingar á Íslandi. Í þessari rigerð er fjallað um breytingar á þátttöku kvenna í launavinnu og það hlutverk sem kvenréttindabaráttan og verkakvennahreyfingar gegndu við mótun þess umhverfis sem konur störfuðu í. Ritgerðin er byggð á rituðum heimildum, opinberri tölfræði og eigindlegri rannsókn. Nútíminn er afurð sögunnar og þær hugmyndir sem móta hugmyndir um jafnrétti kynjanna innan verkalýðshreyfingarinnar í dag urður að einhverju leyti til á upphafsárum íslenskrar verkalýðs- og kvenréttindabaráttu. Niðurstöðurnar eru skoðaðar í ljósi kenninga um tilfærslu kynjakerfisins frá einkasviði yfir á opinbert svið og kenninga um samtvinnun mismunabreyta. Samtvinnun felur það í sér að staða fólks verður til vegna samtvinnaðra áhrifa ólíkra lýðfræðilegra breyta. Hér eru áhrif stéttar og kyns greind. Fyrstu þrír áratugir aldarinnar marka upphaf íslenskrar kvenréttindabaráttu og verkalýðsbaráttu. Þessir áratugir verða bornir saman við viðhorf til jafnréttis kynjanna og fjölskylduvænleika innan verkalýðshreyfingarinnar í dag. Hjúskaparstaða og efnahagsleg stétt hafði afgerandi áhrif á atvinnuþátttöku kvenna, það voru fyrst og fremst einhleypar konur og fátækar konur sem unnu fyrir launum. Ríkjandi hugmyndafræði við upphaf aldarinnar gerði ráð fyrir því að konur væru fyrst og fremst mæður og húsmæður. Þetta er ekki staðreyndin í dag. Konur eru komnar út á vinnumarkaðinn í sama mæli karlmenn og ekki er lengur litið þær sem tímbundna gesti þar. Krafan er á starfsumhverfi sem auðveldar fólki að sameina fjölskylduábyrgð við kröfur vinnumarkaðarins. Forsendur á vinnumarkaði hafa breyst og baráttumálin eru flóknari en að mörgu leyti þau sömu og við upphaf síðustu aldar.

Samþykkt: 
  • 8.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5572


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
TilbuinnRitgerd.pdf676.29 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna