en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/5576

Title: 
  • is Fyrirtækjamenning. Próffræðileg athugun á spurningarlista Denisons um fyrirtækjamenningu
Abstract: 
  • is

    Markmið rannsóknarinnar var að kanna próffræðilega eiginleika spurningarlista sem kenndur er við Daníel R Denison og metur ólíka þætti í menningu fyrirtækja. Spurningarlistinn inniheldur sextíu staðhæfingar sem meta fjóra yfirþætti; þátttaka, samræmi, aðlögunarhæfni og markmið og samanstendur hver yfirþáttur af þrem undirþáttum. Þátttakendur í þessari rannsókn voru 226 starfsmenn í sjö íslenskum fyrirtækjum sem valdir voru af hentugleika. Þar af voru 164 konur og 62 karlmenn og var meðalaldur þátttakenda 47,23 ár. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að íslensk útgáfa listans víki nokkuð frá upphaflegri útgáfu hans. Innri áreiðanleiki reyndist góður en þáttagreining gefur aftur á móti til kynna að spurningarlistinn sé einungis að meta einn eða tvo meginþætti menningar en ekki fjóra eins og gert var ráð fyrir. Jafnframt benda niðurstöður til þess að undirþættir listans séu aðeins sex en ekki tólf eins og rannsóknir á upprunalegri útgáfu gefa til kynna. Nokkuð há fylgni var á milli þátta, auk þess sem atriði röðuðust niður á þætti með nokkuð öðrum hætti en gert er ráð fyrir í spurningarlistanum. Þáttagerðin var því nokkuð óljós og vék verulega frá því sem gert var ráð fyrir. Að lokum bentu athuganir á réttmæti spurningarlistans að viðmiðs- og aðgreiningarréttmæti listans væri nokkuð ábótavant.

Accepted: 
  • Jun 9, 2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5576


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
LOKAVERKEFNI_HEILD.pdf1.68 MBLockedHeildartextiPDF