is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5577

Titill: 
  • Skimun geðraskana hjá sjúklingum sem leita til heilsugæslulækna. Könnun meðal sjúklinga Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Stórt hlutfall sjúklinga sem koma til heilsugæslulækna virðist vera með geðrænan vanda. Læknarnir gegna því mikilvægu hlutverki í greiningu og meðferð á geðrænum vanda en virðast hins vegar vera misfærir í að greina hann. Meiri upplýsingar um þessa sjúklinga gætu gert greiningar markvissari og bætt almenna heilsu þeirra. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga hversu algengur geðrænn vandi væri á meðal þeirra sem leituðu til heilsugæslulækna á Heilsugæslustöðinni á Akureyri. Athuga hvort tengsl væru á milli mismunandi líkamlegra umkvartana, fjölda koma síðast liðna þrjá mánuði og þeirra geðraskana sem viðkomandi skimaðist með og hvort kynjamunur væri þar á? Sjúklingum var boðin þátttaka meðan þeir biðu á biðstofum Heilsugæslustöðvarinnar á Akureyri eftir því að fara inn til læknisins. Þeir sem samþykktu þátttöku voru 414 og svöruðu þeir spurningalista um ástæðu komu og Patient Health Questionnaire (PHQ). Niðurstöðurnar sýndu að hlutfall þeirra sem skimuðust með geðraskanir var 26,3 prósent og var þriðjungur þeirra í einhvers konar meðferð við andlegri vanlíðan. Algengasta geðröskunin var áfengismisnotkun og líkömnunarröskun kom þar á eftir en enginn marktækur munur fannst á kynjum. Þrjár vísbendingar komu fram þar sem heilsugæslulæknar ættu að íhuga möguleikann á hvort geðrænn vandi væri til staðar. Fyrsta var ef sjúklingur nefndi fleiri en eina ástæðu fyrir komu sinni til læknisins. Önnur var ef hann nefndi höfuðverk, almenna þreytu, svefnerfiðleika eða óþægindi í maga- eða þörmum og einkenni frá stoðkerfi. Þriðja var ef sjúklingur var með viðvarandi sjúkdóm eins og stoðkerfissjúkdóm, höfuðverk eða mígreni, maga- eða þarmasjúkdóm, eða húðsjúkdóm. Þessar vísbendingar verða vonandi til þess að bæta greiningu heilsugæslusjúklinga með geðrænan vanda og auka hlutfall þeirra sem fá viðeigandi meðferð.

Samþykkt: 
  • 9.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5577


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Cand. Psych. ritgerð.pdf1.45 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna