is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5578

Titill: 
  • Skimun fyrir lestrarörðugleikum. Vísbendingar um framtíðar lestrarörðugleika og aðferðir í íslensku skólakerfi til þess að finna börn í áhættu fyrir lestrarörðugleikum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að skoða hversu góðar vísbendingar lestrarskimunarprófin Læsi I fyrsti hluti og HLJÓM-2 gefa um lestrarvanda í lok fyrsta bekk í grunnskóla. Auk þess að skoða bakgrunnsþætti með tilliti til lestrarvanda. Þátttakendur í rannsókninni voru 84 börn úr tveimur skólum úr Reykjavík sem valdir voru af hentugleika. Gögnum var safnað um þróun lestrarfærni yfir veturinn út frá hraðlestrarprófum og lestrarskimunarprófinu Læsi I. Einnig fengust niðurstöður úr hljóðkerfisvitundarprófinu HLJÓM-2 fyrir 39 börn. Bakgrunnsspurningalistar voru sendir heim til foreldra og þeim skilað til umsjónakennara barnsins. Niðurstöður voru þær að bæði HLJÓM-2 og Læsi I hafa marktæka fylgni við lestrarframmistöðu í apríl í fyrsta bekk. Aðhvarfsgreining sýndi fram á að frammistaða á HLJÓM-2 skýrði 30,6% af dreifingu lestrarframmistöðu seinni hluta apríls og að heildarstig á Læsi I fyrsta hluta skýrðu 18,6 % af dreifingu lestrarframmistöðu á hraðlestrarprófi í apríl. Einnig kom í ljós að misjafnt var eftir verkefnum á Læsi I fyrsta hluta hvort verkefnin gáfu marktæka forspá að teknu tilliti til hinna verkefnanna. Ekki var marktækur munur á frammistöðu barna, með lestrarvanda í apríl og þeirra sem ekki voru það, á heildarframmistöðu á HLJÓM-2. Hinsvegar var marktækur munur á frammistöðu á tveimur verkefnum prófsins, verkefnunum Samsett orð og Orðhlutaeyðing, en ekki var marktækur munur á frammistöðu hópanna á hinum fimm verkefnum sem eru í prófinu HLJÓM-2. Hér þarf þó að hafa í huga fáa þátttakendur og því ekki hægt að alhæfa um forspágildi mælitækisins. Viðhorf til bóka og lesturs sem metið var snemma á skólárinu hafði ekki marktæk tengsl við lestrarmælingar í apríl. Ekki kom fram marktækur munur á menntun foreldra eftir því hvort barn átti í lestrarvanda eða ekki. Svör foreldra við því hvort barnið væri áhugasamt um að lesa eða að læra að lesa voru marktækt ólík á milli foreldra sem áttu barn í lestrarvanda og foreldra sem áttu barn sem ekki var í lestrarvanda. Ekki var marktækur munur á hópum eftir því hversu oft var lesið fyrir það heima, hversu oft það las sjálft heima og hversu oft foreldri sagðist lesa sér til ánægju. Niðurstöður rannsóknar og samantekt á upplýsingum um lestrarskimunarprófin benda til að þau þurfi að skoða nánar með tilliti til forspárgildi. Frekari rannsókna er einnig þörf á öðrum vísbendingum sem benda til framtíðar lestrarörðugleika.

Samþykkt: 
  • 10.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5578


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
cand.psych_verkefni_LOKA.pdf841.7 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna