is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5580

Titill: 
 • Skimunarlisti fyrir hegðun og líðan barna á grunnskólaaldri. Mat á einkennum ADHD á vídd
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Útbúinn var spurningalisti sem innihélt atriði sem spyrja um einkenni athyglisbrests með ofvirkni. Gengið er út frá því að þeir eiginleikar sem
  tengjast röskuninni, það er athygli, sjálfsstjórn og virkni, séu á vídd.
  Markmið rannsóknarinnar er að að athuga hvort svör foreldra normaldreifist þegar atriði eru orðuð þannig að spurt er um eðlilegan þroska barna þeirra. Þessi listi er því frábrugðinn þeim sem mest eru notaðir í mati á hegðunarerfiðleikum að því leyti að atriði eru orðuð jákvætt
  fremur en neikvætt. Þáttabygging listans, inntak þátta, áreiðanleiki, fylgni atriða við heildartölu undirþátta og fylgni atriða innan þátta er skoðað.
  Þátttakendur eru foreldrar barna í fyrsta til fjórða bekk í nokkrum grunnskólum í Reykjavík. Um er að ræða tvær fyrirlagnir þar sem
  breytingar voru gerðar á listanum út frá upplýsingunum sem fyrri
  fyrirlögnin gaf. Listinn sem lagður var fyrir í seinna skiptið innihélt einnig
  neikvætt orðuð atriði sem borin voru saman við þau jákvæðu. Listinn
  innihélt í báðum fyrirlögnum fimm valmöguleika.
  Dreifing flestra atriða í rannsókn I var jákvætt skekkt og voru nokkur atriði
  tekin út þar sem dreifing þeirra var mjög skekkt og/eða þau gölluð að öðru
  leyti. Nokkur atriði normaldreifðust. Þáttagreining gaf þrjá þætti sem gefin
  voru nöfnin Athygli, Virkni/sjálfsstjórn og Skipulagshæfni. Atriðin sem
  tilheyrðu síðastnefnda þættinum tengjast athygli en sett var fram sú
  hugmynd að þau hafi meira með sjálfstal að gera en hin atriði listans sem
  tengjast athygli. Þessi þáttur kom ekki fram í seinni fyrirlögn listans sem
  grefur undan þeirri hugmynd. Áreiðanleiki listans er hár og þáttaskýringar,
  fylgni á milli atriða og fylgni atriða við heildartölu undirþátta er viðunandi.
  Drefing atriða í rannsókn II er einnig skekkt. Nokkur jákvætt orðuð atriði
  og nokkur neikvætt orðuð atriði normaldreifðust. Það sem kemur á óvart er
  að dreifing neikvætt orðuðu atriðanna er ekki skekktari en þeirra jákvætt
  orðuðu. Drefingin var svipuð en skekkjan í hina áttina. Þáttagreining
  jákvætt orðaðra atriða listans gaf tvo þætti sem fengu heitin Athygli og
  Virkni/sjálfsstjórn. Það sama á við um þáttagreiningu allra atriða listans.
  Áreiðanleiki listans er hár og þáttaskýringar, fylgni á milli atriða og fylgni
  atriða við heildartölu undirþátta er viðunandi.
  Þegar staðhæfingar eru orðaðar jákvætt greinir það styrkleika barna en ekki
  aðeins veikleika líkt og þegar staðhæfingar eru orðaðar neikvætt. Í
  framhaldinu þarf að taka ákvarðanir um endurbætur á listanum út frá þeim
  upplýsingum sem þessi rannsókn gefur og leggja hann fyrir í stærra úrtaki
  og fyrir breiðari aldurshóp.

Samþykkt: 
 • 10.6.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5580


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
26mai_cp_ritg_Berglind.pdf725.89 kBLokaðurHeildartextiPDF