is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/5603

Titill: 
  • Vöðvavirkni langa dálklæga vöðva hjá íþróttamönnum. Áhrif ökklateipinga með hvítu íþróttateipi annars vegar og kinesioteipi hins vegar borin saman við óteipaðan ökkla við innsnúningsálag
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ökklatognanir eru algengar í íþróttum og er starfrænn stöðugleiki í ökklalið mikilvægur til að varna þessum meiðslum. Hlutverk langa dálklæga vöðva er að auka starfrænan stöðugleika með því að takmarka innsnúning ökklaliðar. Teipingar með hvítu íþróttateipi hafa verið notaðar til að varna innsnúningi í ökkla með góðum árangri. Kinesioteip er önnur tegund teips sem lítið hefur verið rannsakað. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna áhrif þessara teiptegunda á langa dálklæga vöðva við innsnúningsálag hjá starfrænt stöðugum og starfrænt óstöðugum íþróttamönnum.
    Fimmtíuogeinn leikmaður í efstu deildum karla í knattspyrnu, körfuknattleik og handknattleik gengust undir starfrænt stöðugleikapróf fyrir ökkla og svöruðu spurningalista. Út frá niðurstöðum stöðugleikaprófsins voru 30 leikmenn, með 15 stöðugustu og 15 óstöðugustu ökklana, valdir til frekari mælinga. Yfirborðsvöðvarafrit var tekið af langa dálklæga vöðva við 15° innsnúningsálag á jafnvægisbretti. Hver leikmaður var mældur þrisvar sinnum; með hvítt íþróttateip, kinesioteip og án teips. Röðun mælinga var slembiröðun.
    Leikmenn með starfrænt óstöðugan ökkla voru með marktækt meiri meðaltalsvöðvavirkni (p = 0,011) og hámarksvöðvavirkni (p = 0,025) fyrstu 500 ms. eftir innsnúningsálag. Marktækt meiri meðaltalsvöðvirkni var í langa dálklæga vöðva þegar ökkli var teipaður með hvítu teipi borið saman við óteipaðan ökkla (p = 0,037). Kinesioteip hafði ekki marktæk áhrif á meðaltals- og hámarks vöðvavirkni langa dálklæga vöðva. Hvorki stöðugleiki né ástand hafði marktæk áhrif á lengd tíma frá áreiti að hámarksvöðvavirkni langa dálklæga vöðva.

Samþykkt: 
  • 11.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5603


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð.pdf22.99 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna