is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/561

Titill: 
  • Heimspeki : mikilvægi heimspekinnar með börnum: í samræðufélagi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð færi ég rök fyrir því hversu nauðsynlegt það er að flétta heimspeki inn í skiplagt starf leikskóla. Þetta byggi ég á fræðilegum grunni allt frá upphafsmönnum heimspekinnar í gegnum tíðina til dagsins í dag. Allt fram til nýlegra niðurstaða um ávinning heimspekinnar (fyrir börn) í grunnskólum, að heimspekin sé að koma að gagni. Ég útskýri muninn á heimspeki „fyrir“ börn og heimspeki „með“ börnum og rek í stuttu máli hvernig heimspekin er notuð í grunnskólum og leikskólum á Íslandi. Ég fjalla um notagildi hugtaksins „community of inquiry“ eða samræðufélagsins og ber það saman við „sókratíska samræðu“, hvernig hvort um sig fer fram og til hvers er ætlast af börnunum og hvaða hlutverk kennarinn hefur. Í ritgerðinni fjalla ég um og þrengi efnið að leikskólastarfinu og hvernig heimspekin getur farið fram í leikskólunum. Þróunarverkefni leikskólakennara í leikskólanum Lundarseli á Akureyri og þeirra vinna með heimspeki styður að sama gildi í leikskólum og í grunnskólunum að það sé ávinningur til framtíðar að stunda heimspeki.
    Aðal markmið ritgerðarinnar er að gera grein fyrir fræðigrunni umræddrar heimspekiaðferðar til raunverulegra þátta í námskrá og þar með daglegu starfi í leikskóla. Ég velti því fyrir mér, hvort það sé hægt að sjá heimspeki í öllu daglegu starfi í leikskóla. Í ritgerðinni set ég fram hugmyndir að verkefni (markmiði) sem ég framkvæmdi í 10 vikna vettvangsnámi mínu, beinagrind að verkefni/námskrá um heimspeki með börnum, með aðaláherslu á vináttu, gildi þess að vera vinur og eiga vin/vini. Verkefnið tekur á öllum þroskaþáttum og námssviðum Aðalnámskrár leikskóla. Ég leitast við að sýna fram á ávinninginn, ásamt hugtaka skilningi eins og samvinna og vinátta. Hvernig ramminn er, til hvers er ætlast af starfsfólki leikskóla og hvernig efla megi þroskaþættina og námsviðin hjá börnum.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
  • 1.1.2006
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/561


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
heimspeki.pdf306.33 kBTakmarkaðurHeimspeki - heildPDF
heimspeki_e.pdf103.34 kBOpinnHeimspeki - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
heimspeki_h.pdf113.12 kBOpinnHeimspeki - heimildaskráPDFSkoða/Opna
heimspeki_u.pdf113.72 kBOpinnHeimspeki - útdrátturPDFSkoða/Opna