is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5614

Titill: 
  • Síðbúnar afleiðingar krabbameins í æsku. Áhrif meðferða á líkamlega heilsu og andlega líðan íslenskra barna og þörf þeirra á stoðþjónustu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið könnunarinnar var að meta líkamlegar og andlegar síðbúnar afleiðingar meðal íslenskra barna sem greinst hafa með krabbamein, ásamt því að kanna þörf fyrir og ánægju með stoðþjónustu. Þátttakendur voru allir meðlimir í Styrktarfélagi Krabbameinssjúkra Barna og greindust með krabbamein fyrir 18 ára aldur á árunum 1983 til 2007 og foreldrar þeirra barna sem voru undir 18 ára aldri þegar könnunin var gerð. Helstu niðurstöður voru að töluverður hluti einstaklinga sem greinst hafa með krabbamein í æsku finna fyrir líkamlegum síðbúnum afleiðingum. Einnig kom í ljós að börn og unglingar á aldrinum 9 til 17 ára sem greinst hafa með krabbamein eru ekki með fleiri kvíðaeinkenni en jafnaldrar í almennu þýði. Helmingur þeirra var þó með aðskilnaðar- og ofsakvíða yfir klínískum mörkum. Niðurstöður sýndu einnig fram á að meirihluti þátttakenda taldi upplýsingar um síðbúnar afleiðingar krabbameinsins og meðferðar þess ekki hafa verið nægilegar og voru sammála því að sálfræðiþjónusta ætti að standa til boða meðan á krabbameinsmeðferð stendur.

Samþykkt: 
  • 15.6.2010
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/5614


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerð heild-PDF.pdf1.25 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna