is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5625

Titill: 
 • Færni til framtíðar : handbók um örvun hreyfifærni barna úti í nánasta umhverfi og greinargerð
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Hreyfivandi barns getur haft áhrif á allan þroska þess hvort sem um er að ræða skynþroska, hreyfiþroska, líkamsþroska og fagurþroska. Einnig félagsþroska, tilfinningaþroska, siðgæðisþroska eða vitsmunaþroska. Með því að örva hreyfifærni barns með fjölbreyttri líkamshreyfingu utandyra er verið að stuðla að eðlilegum þroska og hreyfiþroskaferli. Sem jafnframt stuðlar að heilbrigðum lífsstíl andlega og líkamlega.
  Færni til framtíðar er handbók sem hefur það að markmiði að gefa lesandanum hugmyndir að því hvernig efla megi með einföldum hætti hreyfifærni fjögurra til átta ára barna með leik úti í nánasta umhverfi. Handbókin er unnin upp úr þeirri hugmyndavinnu sem höfundur nýtti í starfi sínu sem íþróttakennari sex ára barna með hreyfivanda. Hugmyndavinnan er einnig ígrunduð með hliðsjón af B.S. námi höfundar og námi í hreyfingu barna frá Noregi.
  Handbókinni er fyrst og fremst ætlað að efla hreyfifærni barna. Hún er ætluð þeim sem vilja nýta nánasta umhverfi til hreyfingar. Bókin kennir notendum að sjá endalausa möguleika til þrautalausna og hvetur alla til að leika sér úti. Notendur læra að meta það sem er í umhverfinu hvort sem um er að ræða foreldra, kennara á yngsta stigi grunnskóla, elsta stigi leikskóla eða áhugamenn um hreyfingu yngri barna.
  Færni til framtíðar hefur tengingu við þjálfun, uppeldi og umönnun barna, hvort sem þau búa við hreyfivanda eða ekki, og nýtingu nánasta umhverfis og leiks í því sambandi. Í þessari greinargerð sem fylgir handbókinni er fjallað um gildi og áhrif þess að börn öðlist góða hreyfifærni. Umfjöllun beinist einnig að gildi leiksins og útiveru í nánasta umhverfi og áhrifum þess á hreyfifærni barna. Einnig hvetur höfundur til samvinnu barna og barna og fullorðinna í hreyfingu og útiveru.
  Kveikjan að handbókinni byggist á niðurstöðum sex ára barna úr MOT 4–6 hreyfifærniprófi frá árunum 2003–2007. Prófið var tekið að hausti og aftur að vori eftir að þau börn sem skoruðu lágt á prófinu höfðu fengið aukahreyfinám í viðbót við hefðbundið hreyfinám í skólanum. Helstu niðurstöður verkefnisins eru að börnin sem tóku þátt í aukahreyfinámi bættu marktækt hreyfifærni sína miðað við niðurstöður MOT 4–6 hreyfifærniprófsins.
  Niðurstöður gefa til kynna að hugmyndavinnan sem höfundur nýtti með börnunum í aukahreyfinámi hafi skilað árangri og bætt hreyfifærni barnanna. Einnig má ætla að kennsluumhverfið sem unnið var með skili árangri.

Samþykkt: 
 • 16.6.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5625


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
M.ed.lokaritgerd_sabinasteinunn.pdf2.29 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna