is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5629

Titill: 
 • Afdrif fólks eftir áfall. Áfallastreituröskun, heilsuhegðun og þjónustunýting
Titill: 
 • Life after trauma: Posttraumatic stress disorder, health behavior and service utilisation
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Áföll hafa áhrif á andlega og líkamlega heilsu fólks. Áfallastreituröskun er kvíðaröskun sem getur komið í kjölfar áfalls. Áfallastreituröskun hefur einnig alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu. Erlendar rannsóknir benda til þess að hluti áhrifa áfalla á heilsu séu vegna áfallastreituröskunar.
  Hluti þeirra sem fá áfallastreituröskun jafna sig af einkennum sínum án íhlutunar en aðrir halda áfram að hafa einkenni í mörg ár eða áratugi. Við langvarandi áfallastreituröskun hefur verið mælt með hugrænni atferlismeðferð þar sem unnið er með áfallið.
  Markmið rannsóknarinnar var að fá upplýsingar um stöðu fólks með áfallastreituröskun á Íslandi, heilsu þeirra, þjónustunýtingu og þá meðferð sem það er að fá innan sem utan heilbrigðiskerfisins.
  Auglýst var eftir þátttakendum sem höfðu lent í áfalli. Áður en fólki var boðið að koma í viðtal var gengið úr skugga um að það hefði lent í áfalli samkvæmt viðmiði A í DSM-IV með því að spyrja nokkurra spurninga í símtali. Við komu í viðtal fylltu þátttakendur út spurningalista um lýðfræðilegar upplýsingar, heilsuhegðun og þjónustunýtingu. Einnig var lagt fyrir BDI-II til að meta einkenni depurðar, SMAST-M til að leggja mat á áfengis eða vímuefnavanda og PSD spurningalisti um áfallastreituröskun. Þá var tekið hálfstaðlaða greiningarviðtalið CAPS fyrir áfallastreiturösku.
  Niðurstöður benda til þess að fólkið í þessari rannsókn hafi greint fagfólki frá áfalli og flestir hafa verið spurðir af einhverjum fagaðila. Flstir höfðu fengið einhverja meðferð við tilfinningalegum afleiðingum áfallsins en hluti þátttakenda með áfallastreituröskun hafði ekki fengið meðferð við afleiðingum áfallsins. Nokkur hluti þátttakenda hafði leitað til samtaka áhugafólks til að fá bót meina sinna en óvíst er hve veigamikinn þátt slík samtök leika. Heilsa og vellíðan er það sem flestir óska sér í lífinu og viðleitni fólks til að öðlast og viðhalda þessum eiginleikum er undir áhrifum ótal þátta. Þessi lífsins gæði eru misjafnlega auðsótt. Sumir njóta mikillar gæfu og heilbrigði en aðrir þurfa að glíma við heilsubrest, vanlíðan og erfiðleika í umhverfi sínu frá blautu barnsbeini. Í velferðarríkjum nútímans er reynt að gera öllum þegnum þess kleift að sækja sér bót meina sinna burt séð frá gæfu fólks er varðar líkamlega burði eða félagslega stöðu þess. Það er umdeilt hve miklu fé úr sameiginlegum sjóði ríkisins skuli fara til almennrar heilsugæslu. Því er mikilvægt verkefni fræðasamfélagsins að veita þeim, sem ákvarðanir taka um úthlutun sameiginlegs fés, haldbærar upplýsingar hvernig því er best varið og hvaða íhlutun í líf fólks er líkleg til að skila því betri heilsu og vellíðan.

Samþykkt: 
 • 16.6.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5629


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðrún Ágústa Eyjólfsdóttir cand-psych ritgerð.pdf6.5 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna