is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5639

Titill: 
 • Ég vonaði bara alltaf það besta : upplifun mæðra í tengslum við auka ómskoðun vegna gruns um vaxtarskerðingu hjá fóstri á meðgöngu
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Hérlendis er öllum barnshafandi konum boðið upp á meðgönguvernd. Markmið hennar er að stuðla að líkamlegu- og andlegu heilbrigði móður og barns. Mikilvægt er að greina áhættuþætti eins og vaxtarskerðingu fósturs sem fyrst á meðgöngu. Vaxtarskerðing getur bent til þroskafrávika hjá fóstri og/eða orsakað víðtæk vandamál.
  Rannsóknin miðaði að því að skoða reynslu og upplifun mæðra sem hafa farið í ómskoðun vegna gruns um vaxtarskerðingu hjá fóstri. Markmið rannsóknarinnar var að öðlast sýn í reynsluheim mæðranna, kanna þá upplýsingagjöf sem þær fengu og upplifun þeirra á meðgönguvernd. Rannsóknarspurningin var: Hver er upplifun mæðra í tengslum við ómskoðun vegna gruns um vaxtarskerðingu hjá fóstri á meðgöngu?
  Unnið var út frá þeirri tilgátu að almennt séu mæður í raun ekki viðbúnar því að að mæta til frekari skoðana vegna gruns um frávik fósturs.
  Þátttakendur voru átta mæður sem fengnar voru til að taka þátt í rannsókninni fyrir milligöngu yfirljósmóður og yfirlæknis á kvennadeild Sjúkrahússins á Akureyri. Um var að ræða tilgangsúrtak. Sú rannsóknaraðferð sem valin var fyrir rannsóknina er eigindleg, fyrirbærafræðilegri nálgun. Gögnum var safnað með hálfstöðluðum viðtölum við átta konur og síðan greind með Vancouver skóla aðferðinni.
  Niðurstöður rannsókninnar sýna að allar konurnar upplifðu vanlíðan í tengslum við fregnirnar af vaxtarskerðingunni og sumar sjálfsásökun. Aukin bið eftir tíma í ómskoðun orsakaði frekari vanlíðan. Flestum leið illa í skoðuninni sjálfri, voru áhyggjufullar með öndina í hálsinum en öllum var létt að henni lokinni. Upplifun kvennanna af meðgönguvernd var yfirleitt góð og voru þær ánæðgar með almenna upplýsingagjöf og viðmót þar. Fæstar voru ánægðar með upplýsingagjöf varðandi vaxtarskerðingu.
  Niðurstöðurnar sýna fram á mikilvægi trausts og upplýsingagjafar í meðgönguvernd. Fagfólk í meðgönguvernd gegnir stóru hlutverki varðandi vellíðan barnshafandi kvenna gagnvart meðgöngunni og ófædda barninu. Hægt er að nýta rannsóknarniðurstöðurnar til að koma sem best til móts við þarfir verðandi mæðra sem boðið er að fara í auka ómskoðun vegna gruns um vaxtarskerðingu fósturs.

Samþykkt: 
 • 18.6.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5639


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
égvonaðibaraalltafþaðbesta.pdf1.46 MBOpinn"Ég vonaði bara alltaf það besta" -heildPDFSkoða/Opna