is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/5640

Titill: 
 • Algengi þrýstingssára á Landspítala : áhættumat og forvarnir
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Bakgrunnur: Þrýstingssár eru algeng vandamál innan heilbrigðiskerfisins. Algengi þeirra er breytilegt, frá 7 til 45%. Þau hamla bata, rýra lífsgæði og eru kostnaðarsöm. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna: a) algengi, alvarleika og staðsetningu þrýstingssára hjá inniliggjandi sjúklingum á Landspítala ákveðinn dag, b) helstu áhættuþætti sjúklinga að fá þrýstingssár; c) forvarnir, tegund undirlags og notkun snúnings- og hagræðingarskema á Landspítala.
  Aðferðafræði: Rannsóknin var lýsandi þverskurðarrannsókn. Þýðið var inniliggjandi sjúklingar á Landspítala 7. maí 2008, 18 ára og eldri, að undanskildum sjúklingum á sængurkvenna- og geðdeildum. Notað var mælitæki Evrópsku ráðgjafarsamtakanna um þrýstingssár.
  Helstu niðurstöður: Þátt tóku 66,8% (n=219) sjúklinga. Algengi þrýstingssára var 21,5% (n=47). Með 1. stigs sár voru 42% (n=20), með 2. stigs sár 28% (n=13), með 3. stigs sár 21% (n=10), með 4. stigs sár 9% (n=4). Ellefu sjúklingar (23%) höfðu tvö sár og fjórir (8%) þrjú sár. Þrýstingssár voru samtals 66 eða 1,4 sár/sjúkling. Flest þrýstingssár voru á spjaldhrygg (n=20), 16 á hælum, 9 yfir setbeini og 8 á olnboga. Karlar voru með marktækt fleiri sár en konur (p<0,05). Áætlaður legutími á deild var marktækt lengri og áhættustig á Bradenkvarða, að undanskildum raka og þvag- og hægðaleka, voru marktækt lægri hjá sjúklingum með sár en sjúklingum án sára (p<0,05). Í áhættu skv. Bradenkvarða (≤18 stig) voru 38% (n=80) sjúklinga. Sjúklingahópur í áhættu var með marktækt lengri áætlaðan legutíma en sjúklingar án áhættu (p<0,05), en ekki var munur á aldri og kyni milli áhættuhópa. Fjórtán áhættusjúklingar lágu á svampdýnum og fjórir sjúklingar án áhættu lágu á loftskiptidýnum. Fimm snúnings- og hagræðingarskemar fundust.
  Ályktanir: Algengi þrýstingssára á Landspítala var fremur hátt miðað við aðrar rannsóknir. Aðgerðir til varnar þrýstingssárum virtust ómarkvissar, þar eð sjúklingar lágu ekki alltaf á réttu undirlagi miðað við áhættu og of fáir snúnings- og hagræðingarskemar fundust miðað við fjölda sjúklinga í áhættu. Með aukinni þekkingu starfsfólks um áhættumat og varnir gegn myndun þrýstingssára á að vera unnt að lækka algengi þrýstingssára á Landspítala. Einnig ætti að hafa dýrar rúmdýnur í miðlægri geymslu til afnota fyrir sjúklinga sem þarfnast þeirra mest. Þannig fæst hagræðing í rekstri deilda.

Samþykkt: 
 • 18.6.2010
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/5640


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitg_heild.pdf3.33 MBOpinnAlgengi þrýstingssára á Landspítala, áhættumat og forvarnir - heild PDFSkoða/Opna
Meistararitg_efnisyfirlit.pdf145.54 kBOpinnAlgengi þrýstingssára á Landspítala, Áhættumat og varnir, efnisyfirlitPDFSkoða/Opna